Límóna
sítrusávöxtur
(Endurbeint frá Súraldin)
Límóna (eða súraldin) (fræðiheiti: Citrus aurantifolia) er grænn ávöxtur límónutrésins sem er hitabeltistré af glóaldinætt. Límóna er sítrusávöxtur, og hvortveggja súr og mjög C-vítamínríkur. Límónur eru mikið kreistar yfir salöt og límónusneiðar eru vinsælt bragðskraut út í áfenga drykki, t.d. gin og tónik. Í Mexíkó er víða til siðs að bjór sé borinn fram með límónubáti sem er stungið ofan í flöskustútinn.
Límóna | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Límóna
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Citrus aurantifolia (Christm.) Swingle |