Mein Kampf

(Endurbeint frá Mein kampf)

Mein Kampf (ísl. Barátta mín) er ritverk eftir Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands og foringa Nasistaflokksins, sem kom fyrst út árið 1925. Bókin er í senn bæði sjálfsævisaga og stefnuyfirlýsing. Í henni tvinnar Hitler saman sjálfsævisögulegum staðreyndum og hugmyndafræði sinni um þýska þjóðernisstefnu.

Mein Kampf
HöfundurAdolf Hitler
LandÞýskaland
TungumálÞýska
ÚtgefandiFranz Eher Verlag
Útgáfudagur
18. júlí 1925; fyrir 99 árum (1925-07-18)
FramhaldZweites Buch (aldrei gefin út) 

Hitler skrifaði bókina með hjálp ritara síns, Rudolfs Hess, á meðan hann sat í fangelsi í Landsberg í Bæjaralandi árið 1924, en þangað var hann sendur vegna þátttöku sinnar í bjórkallarauppreisninni árið áður. Fyrsta bindið (Eine Abrechnung) kom fyrst út þann 18. júlí árið 1925 og það síðara árið 1926 (Die Nationalsozialistische Bewegung).

Upphaflega valdi Hitler nafnið Fjögur og hálft ár [af baráttu] gegn lygum, heimsku og hugleysi (þýska: Viereinhalb Jahre [des Kampfes] gegen Lüge, Dummheit und Feigheit) en útgefandi hans, Max Amann, stytti það niður í Mein kampf, eða Baráttan mín.

Bókin seldist vel. Um 287.000 eintök höfðu selst þegar nasistar náðu völdum í Þýskalandi árið 1933. Bókin rauk út eftir það og á árinu 1933 voru yfir milljón eintök prentuð. Upplagið var orðið 5,2 milljónir á 11 tungumálum árið 1939.[1] Árið 1943 höfðu yfir 10 milljón eintök verið prentuð af bókinni. Bókin er bönnuð í Austurríki og Rússlandi.[2][3]

Valdir kaflar úr bókinni hafa verið þýddir á íslensku og gefnir út á bók.

Hitler skrifaði 200 blaðsíðna handrit að framhaldsbók árið 1928, sem hefur verið kölluð Zweites Buch eða „Önnur bókin,“ en hún var aldrei gefin út.

Tilvísanir

breyta
  1. „Hve mikið hagnaðist Hitler á útgáfu Mein Kampf?“. Lifandi vísindi. 4. október 2021. Sótt 14. mars 2022.
  2. „Bundesrecht konsolidiert: Gesamte Rechtsvorschrift für Verbotsgesetz 1947, Fassung vom 20.09.2015“. Bundeskanzleramt [Embætti kanslara Austurríkis]. 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. september 2015. Sótt 20. september 2015.
  3. Федеральный список экстремистских материалов. (Listi sambandríkisins yfir öfgakennt efni), atriði 604. (á rússnesku). minjust.ru
   Þessi bókmenntagrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.