Stefnuyfirlýsing er opinber yfirlýsing sem dregur saman stefnuatriði, grunnviðhorf eða ætlunarverk. Oftast eru það stjórnmálahreyfingar, myndlistarhreyfingar eða skáldahreyfingar sem gefa út opinberar stefnuyfirlýsingar.

Á síðari hluta 19. aldar voru gefnar út nokkrar frægar stefnuyfirlýsingar róttækra stjórnmálahreyfinga. Frægust þeirra allra er vafalaust Kommúnistaávarpið (þýska: Das Manifest der Kommunistischen Partei) eftir Karl Marx og Friedrich Engels.

Á fyrri hluta 20. aldar var algengt að listamenn sem stefndu að sama markmiði gæfu út stefnuyfirlýsingar málstað sínum til framdráttar. Umtalaðir stefnuyfirlýsingasmiðir voru til að mynda dadaistinn Tristan Tzara og súrrealistinn André Breton. Blómaskeið þessara stefnuyfirlýsinga listamanna og skálda má segja að nái frá 2. áratugnum fram að upphafi Síðari heimsstyrjaldar.

  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.