Megineldstöð er stór eldstöð yfir kvikuhólfi þar sem gos eiga sér stað á mjög löngu tímaskeiði. Á ensku er fyrirbærið ýmist kallað central volcano eða volcanic center. Á Íslandi er sprungukerfi oftast tengt megineldstöðinni.

Hekla er mjög ung megineldstöð
Lassen, megineldstöð í Bandaríkjunum
Askja ber nafn með rentu.
Eldstöðvakerfið

Megineldstöðvar geta orðið allt að 2.500.000 ára gamlar áður en virkniskeiði þeirra lýkur.[1]

Þróun

breyta

Þegar útkulnaðar megineldstöðvar á Austurlandi voru rannsakaðar komu í ljós fimm æviskeið þeirra, sbr. í Dyrfjallaeldstöðinni.[2]

Fyrst myndast grunnur eldstöðvarinnar þegar frumstæð basalthraun taka að renna.[2]Í byrjun er oft ekkert til nema sprungkerfið – eins og nú er t.d. í Grímsnesi - en þegar kvika nær að koma upp um sprungurnar úr iðrum jarðar, getur með tímanum þróast mjög þétt gangaþyrping og hún breyst í grunnstæð innskot, t.d. sillur eða eitla. Haldi innskotavirkni og tíð eldgos áfram, byggist upp eldstöð á yfirborðinu og kvikan sem hreiðrar um sig, ýmist storkin eða hlutbráðin, jafnvel albráðin, myndar kvikuhólf.[1]Þá er eldstöðin komin yfir á næsta skeið og byrjar að senda frá sér þróaðri, súr hraun og ösku. Á Íslandi er næsta stigið oftast upphleðsla stórs eldfjalls sem er að mestu leyti úr basaltlögum. Svo eldist eldstöðin og þá getur orðið skyndilegt og gríðarmikið sprengigos – eins og gerðist síðast í Öskju 1875 -, þak eldstöðvarinnar hrynur og víðáttumikil askja myndast. Að lokum fyllist askjan af yngri hraunum sem meira og minna drekkja eldstöðinni.[2]

Megineldstöðvar á Íslandi

breyta

Virkar megineldstöðvar eru t.d. Hekla, Askja, Krafla, Snæfellsjökull, Bárðarbunga, Katla og Grímsvötn.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík, Mál og Menning, 2004, 165
  2. 2,0 2,1 2,2 Snæbjörn Guðmundsson, Vegvísir um jarðfræði Íslands. Reykjavík, Mál og Menning, 2015, 149

Heimildir

breyta
  • Þorleifur Einarsson:Geology of Iceland. Rocks and Landscape. Reykjavík, Mál og Menning, 1994.

Tengt eftni

breyta

Tenglar

breyta