Dyrfjöll eru í Múlaþingi, hluti af fjallgarðinum milli Fljótsdals og Borgafjarðar eystri. Fjöllin bera nafn af klettaskarði sem er í fjallgarðinum og kallast það Dyr og eru þær í 856 metra hæð. Hæsti tindur þeirra er í 1136 metra hæð yfir sjó og nefnist hann Innra-Dyrfjall. Dyrfjöll eru oft kölluð „útverðir Austurlands í norðri“.

Dyrfjöll.

Til stendur að friðlýsa svæði norðan fjallanna, þar á meðal Stórurð, safn stórgrýtis. [1]

Myndir breyta

Tilvísanir breyta

  1. Verndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð Umhverfisstofnun, skoðað 14. október 2020.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.