María Danadrottning

(Endurbeint frá Mary Elizabeth Donaldson)

María Danadrottning (fædd Mary Elizabeth Donaldson, 5. febrúar 1972 í Hobart, Tasmaníu) er eiginkona Friðriks 10. Danakonungs og núverandi Danadrottning.

María Danadrottning sem krónprinsessa árið 2011.

María er er yngsta barn John Dalgleish Donaldson og Henriettu Clark Donaldson (f. Horne) (d.1997). Faðir hennar giftist aftur 2001 Susan Elizabeth Donaldson (f. Horwood), rithöfundi frá Bretlandi. María á þrjú systkini, Jane Alison Stephens, Patricia Anne Bailey og John Stuart Donaldson.

Hún giftist Friðriki við hátíðlega athöfn 14. maí 2004 í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn og 15. október 2005 átti hún frumburð þeirra Friðriks, prinsinn Kristján. Þann 21. apríl 2007 eignaðist krónprinsparið dótturina Ísabellu, sem er fyrsta stúlkubarnið sem fæðist í konungsfjölskyldunni síðan 1946.

Tenglar breyta

María Danaprinsessa (á dönsku) Geymt 12 desember 2005 í Wayback Machine

   Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.