Ríbósakjarnasýra (skammstafað RKS, en þekktari undir ensku skammstöfuninni RNA) er kjarnsýra, sem finnst í umfrymi allra fruma. RNA er erfðaefni og flytjur erfðaupplýsingar frá DNA (ísl. DKS) yfir í prótein, en bygging þess svipar mjög til DNA.

Helstu gerðir RNA (RKS) eru mRNA (ísl. mRKS, mótandi RKS), rRNA (isl. rRKS, ríplu RKS) og tRNA (ísl. tRKS, tilfærslu RKS).

mRNA (e. messenger RNA, ísl. mótandi RKS) hefur með t.d. mRNA bóluefni að gera, og sum COVID-19 bóluefnin eru af þannig gerð, til að fá fram ónæmissvörun, t.d. Pfizer og Moderna bóluefnin. Önnur hafa ekkert með mRNA að gera, og engin þeirra breyta DNA,[1] þ.e. erfðamegni manna. Fyrst voru öll COVID bóluefni á sérstöku leyfi (e. emergency use authorization), og mRNA bóluefni fyrst leyft í Bretlandi í desember 2020, þ.e Pfizer bóluefnið sem svo varð fyrsta bóluefnið til að fá fullt leyfi (fyrir 16 ára og eldri), í ágúst 2021 en er nú markaðssett undir nýju nafni Comirnaty.[2]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

breyta
  1. https://www.health.gov.au/initiatives-and-programs/covid-19-vaccines/is-it-true/is-it-true-can-covid-19-vaccines-alter-my-dna
  2. https://www.fda.gov/news-events/press-announcements/fda-approves-first-covid-19-vaccine