Magnús Markússon (167122. nóvember 1733) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan prestur á Grenjaðarstað í Aðaldal frá 1708 til dauðadags. Hann var sagður guðhræddur maður, vitur og alvörugefinn.

Magnús var sonur Markúsar Geirssonar prests í Laufási og konu hans Elínar Jónsdóttur. Hann lærði við Kaupmannahafnarháskóla í tvö ár en kom síðan til Íslands og varð heyrari í Skálholti. Haustið 1702 drukknaði Magnús Jónsson skólameistari og tók Magnús þá við skólameistarastarfinu og gegndi því þar til hann var vígður prestur að Grenjaðarstað árið 1708. Hann er sagður hafa gegnt starfinu af mikilli röggsemi og þótti skólinn batna undir stjórn hans. Síðasta veturinn var skólastarfið þó í lægð vegna Stórubólu; skólinn hófst ekki fyrr en um jól og voru aðeins 20 piltar í skólanum til vors. Magnús var hagmæltur og er sagður hafa komið töluvert að uppskriftum á fornum skjölum fyrir Árna Magnússon prófessor á meðan hann var í Skálholti.

Kona Magnúsar (gift 24. ágúst 1710) var Guðrún Oddsdóttir, dóttir Odds digra Jónssonar klausturhaldara á Reynistað, sonar Jóns Arasonar í Vatnsfirði. Þau áttu þrjú börn sem upp komust.

Heimildir

breyta
  • „„Saga latínuskóla á Íslandi til 1846". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14. árgangur 1893“.
  • „„Skólameistararöð í Skálholti". Norðanfari, 3.-4. tölublað 1880“.