ME-sjúkdómur

krónískur þreytusjúkdómur
(Endurbeint frá ME sjúkdómurinn)

ME-sjúkdómurinn er krónískur þreytusjúkdómur.[1] Hann er taugasjúkdómur sem veldur flókinni og víðtækri vanvirkni í ónæmiskerfi með bólgum í heila og mænu, og vöðvaverkjum. Helstu einkenni eru afbrigðileg óregla í tauga-, ónæmis- og innkirtlakerfunum ásamt skertum efnaskiptum frumuorku og flutningi jóna.[2] Afleiðingarnar eru óeðlileg örmögnun við áreynslu, langvarandi þreyta og máttleysi, ásamt öðrum einkennum sem draga úr líkamlegri og andlegri getu fólks til að inna af hendi hversdagsleg verk.[3][4][5] Líkamleg og andleg áreynsla leiðir til verri einkenna.[6] Endurtekið þreytuástand hverfur ekki jafnvel eftir hvíld. Sjúkdómurinn getur komið fram skyndilega eða smám saman. Ekki er vitað um orsakir sjúkdómsins.

Nafngift

breyta

ME er skammstöfun á enska heitinu Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir bólgur í heila eða mænu. Á íslensku hefur sjúkdómurinn stundum verið kallaður síþreyta, síþreytuheilkenni, eða síþreytufár, sem er þýðing á enska heitinu Chronic Fatigue Syndrome.

Í Bandaríkjunum hefur ME nýlega verið skilgreindur sem kerfisbundinn áreynsluóþols sjúkdómur (e. Systemic Exertion Intolerance Disease - SEID). Þetta óþol gagnvart líkamlegri og andlegri áreynslu er í rauninni það einkenni sem greinir ME frá öðrum sjúkdómum. Í Evrópu hefur nafnið ME verið fremur notað.[7]

Alþjóðleg sjúkdómaflokkun

breyta

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) flokkar sjúkdóminn sem taugasjúkdóm í alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkadóma (ICD“). Í nýjustu flokkun stofunarinnar svokallaðri ICD-11, eru bæði langvarandi þreytuheilkenni og vöðvabólguheilkenni skráð undir hugtakinu „eftir-veiruþreytaheilkenni, góðkynja vöðvabólguheilkenni“.

Faraldursfræði

breyta

Algengi ME-sjúkdómsins er vitað með vissu. Talið er að á bilinu 0,007% til 3% fullorðinna þjáist af sjúkdóminum.[8][9] Fjölmargir með sjúkdóminn hafi enn ekki verið greindir. Áætlað hefur verið að 84-91% einstaklinga með sjúkdóminn hafi enn ekki verið greindir.[10] [11]

Talið er að ME komi fyrir hjá 836.000 til 2,5 milljónum Bandaríkjamanna á öllum aldri og þjóðerni, kyni og stétt.[12] Sé tekið mið af erlendum tölum gætu um eitt til tvö þúsund einstaklingar á Íslandi verið með ME-sjúkdóminn.[1]

ME-sjúkdómurinn getur komið í faröldrum. Það gerist með til að mynda með Akureyrarveikina svokölluðu sem gekk á Akureyri og víðar veturinn 1948-49 þegar margir sem veiktust fengu ME-sjúkdóminn. Alls veiktust 465 manns í bæjarfélaginu eða tæp 7% íbúanna.[13]

Sumir hópar virðast hlutfallslega meira útsettir: Þannig veikjast konur þrisvar sinnum oftar en karlar. Oft koma einkenni fyrst fram á aldrinum 10 til 19 ára og 30 til 39 ára. Meðalaldur upphafs er 33 ár, þó hefur verið greint frá tilfellum hjá sjúklingum yngri en 10 ára og eldri en 70 ára. Rannsóknir benda til þess að svartir  og rómanskir einstaklingar geti veikst hraðar og alvarlegar en aðrir hópar.[14] [11] [15]

25% sjúklinga geta lítið farið út úr húsi eða eru rúmliggjandi í langan tíma, oft áratugum saman.[16] Áætlað er að 75% sjúklinga séu óvinnufærir.[17]

Sjúkdómseinkenni

breyta

Óþol gagnvart líkamlegri og andlegri áreynslu er eitt helsta einkenni sem aðgreinir ME frá öðrum sjúkdómum. Nokkrir einkennandi þættir eru:

  1. Yfirþyrmandi þreyta: Sjúklingar upplifa alvarlega þreytu, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu.
  2. Svefntruflanir eru algengar.
  3. Vöðvaverkir eru algengur.
  4. Minnistruflanir: Sjúklingar geta upplifað skert minni og einbeiting.
  5. Viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði: Þetta er einnig algengt.
  6. Jafnvægistruflanir og erfiðleikar við að standa lengi
  7. Óregla á líkamshita og líkamsþyngd.

ME-sjúklingar hafa skerta virkni. Sumir ná að lifa nærri því eðlilegu lífi, aðrir eru rúmliggjandi flesta daga.[18] Fæstir geta sinnt vinnu, skóla, eða fjölskyldu í meira en nokkrar klukkustundir í senn.[19] Sumir eru óvinnufærir vegna verkja. Flestir eiga erfitt með mikla líkamlega áreynslu[20] og bæði líkamleg og andleg áreynsla á það til að valda mikilli versnun einkenna, sem getur varað í nokkra daga. Einkenni koma oft í bylgjum, og þegar sjúklingum líður vel eiga þeir það til að reyna of mikið á sig, sem leiðir til þess að þeim versnar aftur.[21]

Önnur einkenni geta verið: verkir í vöðvum, liðum, og höfði; hálsbólga og sárir hálseitlar; iðraólga (ristilkrampar) (e. Irritable Bowel Syndrome eða IBS); nætursviti; og viðkvæmni fyrir mat, lykt, og hávaða.[6] Hugsanir sjúklinga verða oft þokukenndar. Sjúklingar ná ekki að halda athygli lengi, þeir hafa skert minni, og hægari viðbrögð. Skynjun og rökhugsun er ekki skert.[22]

ME-félagið á Íslandi hefur birt helstu einkenni sjúkdómsins. Flest sem nefnt er hér að ofan er þar listað upp. Tekið er fram að listinn er ekki tæmandi og einkenni geta verið mismunandi eftir einstaklingum:[23]

  • Sífellt þreytuástand. Þreyta sem hvorki tengist áreynslu né lagast við hvíld eða svefn.
  • Lamandi þreyta eftir áreynslu, líkamlega eða andlega.
  • Heilaþoka.
  • Svefnerfiðleikar.
  • Vöðvaverkir
  • Verkir í ýmsum liðum.
  • Höfuðverkir.
  • Flensulík einkenni.
  • Aumir eitlar.
  • Óreglulegar hægðir, verkir á magasvæði, ógleði, uppþemba.
  • Hrollur og nætursviti.
  • Verkir í brjóstkassa.
  • Sjóntruflanir (óskýr sjón, ljósfælni, augnverkir, þurr augu).
  • Ofurnæmi eða óþol fyrir mat, áfengi, lykt, efnum, lyfjum, eða hljóðum.
  • Erfiðleikar við að halda uppréttri stöðu, óreglulegur hjartsláttur, svimi, jafnvægiserfiðleikar, eða yfirlið.
  • Sálrænir erfiðleikar vegna álags við langveikindi.

Greiningarviðmið er útilokun kvilla, ástands og eða lyfjaástands sem veldur langvarandi þreytu og stafar hvorki af vinnu né lífsstíl. Nauðsynlegt er að sjúklingur nái sér ekki aftur eftir nægilega hvíld.[24]

Eins og er eru ekki til nein óyggjandi próf til að greina sjúkdóminn.

Orsakir

breyta

Orsök síþreytu er ekki þekkt. Rannsakendur beina sjónum sínum að smitsjúkdómum, líffræði, erfðafræði, og sálrænum ástæðum, sem allt eru taldar vera mögulegar orsakir.[25][26] Ekki er til neitt greiningarpróf fyrir síþreytu og fæst greining því með því að meta einkenni sjúklingsins.[27] Þreytan er ekki vegna áreynslu og hún linast ekki mikið af hvíld. Þó að ýmsir sjúkdómar geti valdið þreytu, þá er óalgengt að sjá þessa miklu óútskýrðu þreytu og virkniskerðingu sem kemur fram í síþreytu. Veirusýking er stór áhættuþáttur fyrir síþreytu, 22% þeirra sem fá einkirningasótt eru með síþreytu 6 mánuðum síðar.[28]

Ekki er til lækning við síþreytu og sjaldgæft er að fólk nái sér alveg.[29] Einungis er hægt að meðhöndla einkennin.[30][31] Hugræn atferlismeðferð og væg hreyfing getur verið gagnleg fyrir suma[30][32][33] en gera einkennin verri hjá öðrum.[34][35]


Mælt er með því að þeir sem sýna einkenni síþreytu leiti til læknis til að útiloka ýmsa sjúkdóma sem geta sýnt svipuð einkenni: Lyme-sjúkdóm, svefnvandamál, þunglyndi, áfengis- og lyfjamisnotkun, sykursýki, vanvirkan skjaldkirtil, rauða úlfa, langvinna lifrarbólgu, og krabbamein.[36]

 
Söngkonan Cher fékk síþreytu í kjölfar einkirningasóttar árið 1992 og þurfti að hætta í tónlistarbransanum um skeið.[37][38]


Tenglar

breyta
  • MedlinePlus er opinber vefur National Library of Medicine, National Institute of Health (NIH) í Bandaríkjunum sem veitir heilsufarsupplýsingar fyrir sjúklinga, fjölskyldur og heilbrigðisstarfsmenn. Hér eru leiðbeiningar MedlinePlus um ME/Síþreytuheilkenni..

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Friðbjörn Sigurðsson (12. maí 2021). „Hvað er eiginlega þessi ME-sjúkdómur?“. Morgunblaðið. Sótt 6. mars 2024.
  2. „ICC greiningin“. me-felag-islands. Sótt 6. mars 2024.
  3. Guideline 53: Chronic fatigue syndrome/myalgic encephalomyelitis (or encephalopathy). London: National Institute for Health and Clinical Excellence. 2007. ISBN 978-1-84629-453-2.
  4. Evengård B, Schacterle RS, Komaroff AL; Schacterle; Komaroff (Nov 1999). „Chronic fatigue syndrome: new insights and old ignorance“. Journal of Internal Medicine. 246 (5): 455–469. doi:10.1046/j.1365-2796.1999.00513.x. PMID 10583715. Sótt 21. október 2009.[óvirkur tengill]
  5. „ME síþreyta“. me-felag-islands. Sótt 6. mars 2024.
  6. 6,0 6,1 „Symptoms Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome (ME/CFS)“. www.cdc.gov (bandarísk enska). 14. júlí 2017. Sótt 19. október 2017.
  7. „Nafnið“. me-felag-islands. Sótt 6. mars 2024.
  8. Afari N, Buchwald D; Buchwald (2003). „Chronic fatigue syndrome: a review“. Am J Psychiatry. 160 (2): 221–36. doi:10.1176/appi.ajp.160.2.221. PMID 12562565. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2019. Sótt 29. nóvember 2018.
  9. Ranjith G (2005). „Epidemiology of chronic fatigue syndrome“. Occup Med (Lond). 55 (1): 13–29. doi:10.1093/occmed/kqi012. PMID 15699086.
  10. „Chronic Fatigue Syndrome (Myalgic Encephalomyelitis): Practice Essentials“. 3. mars 2023.
  11. 11,0 11,1 Bateman, Lucinda; Bested, Alison C.; Bonilla, Hector F.; Chheda, Bela V.; Chu, Lily; Curtin, Jennifer M.; Dempsey, Tania T.; Dimmock, Mary E.; Dowell, Theresa G. (1. nóvember 2021). „Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome: Essentials of Diagnosis and Management“. Mayo Clinic Proceedings. 96 (11): 2861–2878. doi:10.1016/j.mayocp.2021.07.004. ISSN 0025-6196.
  12. „Mayo Clinik - greining og meðferðir“. me-felag-islands. Sótt 7. mars 2024.
  13. „Hvað er Akureyrarveikin?“. Vísindavefurinn. Sótt 7. mars 2024.
  14. „Mayo Clinik - greining og meðferðir“. me-felag-islands. Sótt 7. mars 2024.
  15. „Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome“. Centers for Disease Control and Prevention. 3. júlí 2017. Sótt 28. nóvember 2017.
  16. „CDC — What is ME/CFS?“. Cdc.gov. 14. júlí 2017. Sótt 26. september 2017.
  17. „CDC Public Health Grand Rounds: Clinical Presentation of Chronic Fatigue Syndrome“. Cdc.gov. Sótt 26. september 2017.
  18. Ross SD, Estok RP, Frame D, Stone LR, Ludensky V, Levine CB; Estok; Frame; Stone; Ludensky; Levine (2004). „Disability and chronic fatigue syndrome: a focus on function“. Arch Intern Med. 164 (10): 1098–107. doi:10.1001/archinte.164.10.1098. PMID 15159267.
  19. „Chronic Fatigue Syndrome (CFS), Symptoms“. Centers for Disease Control and Prevention. 14. maí 2012. Sótt 23. september 2012.
  20. McCully KK, Sisto SA, Natelson BH; Sisto; Natelson (1996). „Use of exercise for treatment of chronic fatigue syndrome“. Sports Med. 21 (1): 35–48. doi:10.2165/00007256-199621010-00004. PMID 8771284.
  21. „Chronic Fatigue Syndrome (CFS), Symptoms“. Centers for Disease Control and Prevention. 14. maí 2012. Sótt 23. september 2012.
  22. Cockshell SJ, Mathias JL; Mathias (janúar 2010). „Cognitive functioning in chronic fatigue syndrome: a meta-analysis“. Psychol Med. 40 (8): 1–15. doi:10.1017/S0033291709992054. PMID 20047703.
  23. „ME síþreyta“. me-felag-islands. Sótt 6. mars 2024.
  24. „ME síþreyta“. me-felag-islands. Sótt 6. mars 2024.
  25. „Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome“. Centers for Disease Control and Prevention. 3. júlí 2017. Sótt 28. nóvember 2017.
  26. Afari N, Buchwald D; Buchwald (2003). „Chronic fatigue syndrome: a review“. Am J Psychiatry. 160 (2): 221–36. doi:10.1176/appi.ajp.160.2.221. PMID 12562565. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2019. Sótt 29. nóvember 2018.
  27. Smith ME, Haney E, McDonagh M, Pappas M, Daeges M, Wasson N, Fu R, Nelson HD (2015). „Treatment of Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome: A Systematic Review for a National Institutes of Health Pathways to Prevention Workshop“. Ann. Intern. Med. (Systematic review). 162 (12): 841–50. doi:10.7326/M15-0114. PMID 26075755.
  28. Cleare, Anthony J. (mars 2004). „The HPA axis and the genesis of chronic fatigue syndrome“. Trends in Endocrinology & Metabolism. 15 (2): 55–59. doi:10.1016/j.tem.2003.12.002. PMID 15036250.
  29. Van Cauwenbergh D1, De Kooning M, Ickmans K, Nijs J. (2012). „How to exercise people with chronic fatigue syndrome: evidence-based practice guidelines“. Eur J Clin Invest. 42 (10): 1136–4. doi:10.1111/j.1365-2362.2012.02701.x. PMID 22725992.
  30. 30,0 30,1 „Treatment | Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome (ME/CFS)“. www.cdc.gov. 30. maí 2017. Sótt 12. júlí 2017.
  31. Chronic fatigue syndrome/myalgic encephalomyelitis (or encephalopathy): diagnosis and management. London: National Institute for Health and Clinical Excellence. 2017.
  32. Smith ME, Haney E, McDonagh M, Pappas M, Daeges M, Wasson N, Fu R, Nelson HD (2015). „Treatment of Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome: A Systematic Review for a National Institutes of Health Pathways to Prevention Workshop“. Ann. Intern. Med. (Systematic review). 162 (12): 841–50. doi:10.7326/M15-0114. PMID 26075755.
  33. Larun, L; Brurberg, KG; Odgaard-Jensen, J; Price, JR (25. apríl 2017). „Exercise therapy for chronic fatigue syndrome“. The Cochrane Database of Systematic Reviews. 4: CD003200. doi:10.1002/14651858.CD003200.pub7. PMID 28444695.
  34. Trial by Error: The Troubling Case of the PACE Chronic Fatigue Syndrome Study. David Tuller.
  35. Elgot, Jessica (18. október 2015), „Chronic fatigue patients criticise study that says exercise can help“, The Guardian, sótt 20. júní 2018
  36. „CDC, Chronic Fatigue Syndrome (CFS), Making a Diagnosis“ (PDF). Cdc.gov. Sótt 28. janúar 2011.
  37. Lisman SR; Dougherty K (2007). Chronic Fatigue Syndrome For Dummies. John Wiley & Sons. bls. 297–302. ISBN 978-0-470-11772-9.
  38. „Interview with Cher“. BBC.co.uk. 5. nóvember 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2008. Sótt 16. október 2007.
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.