Athygli
Skynfæri fólks gera því unnt að nota upplýsingar um umhverfið til að stýra hegðun sinni. Í umhverfinu er þó svo gífurlegt magn áreita að fólk getur aðeins unnið úr litlu broti af því á hverjum tíma. Athygli gerir fólki kleift að veita tilteknum upplýsingum forgang við úrvinnslu. Með því að beina athyglinni að ákveðnum þáttum er því hægt að velja úr þær upplýsingar sem eru líklegar til að skipta máli fyrir hegðun, og að sama skapi hundsa þær sem skipta ekki máli.