1460
ár
(Endurbeint frá MCDLX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1460 (MCDLX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Ólafur Rögnvaldsson kom heim eftir að hafa tekið biskupsvígslu og tók við biskupsembætti á Hólum.
Fædd
Dáin
- Marcellus Skálholtsbiskup drukknaði við Svíþjóð í ársbyrjun.
Erlendis
breyta- 5. mars - Kristján 1. var kjörinn greifi af Holtsetalandi og hertogi af Slésvík og lýsti því þá yfir að héruðin skyldu ávallt fylgjast að.
- 4. maí - Portúgalskir sæfarar fundu Grænhöfðaeyjar.
- Júní - Jarlinn af Warwick og Játvarður jarl af March (seinna Játvarður 4.) lentu með her á Englandi og tóku London.
- 10. júlí - Rósastríðin: Orrustan við Northampton. Hersveitir hertogans af York unnu sigur á konungsmönnum og Hinrik 6. konungur var tekinn höndum. Hann féllst á að gera Ríkharð hertoga að erfingja sínum en ekki Játvarð son sinn.
- 30. desember - Rósastríðin: Orrustan við Wakefield. Ríkharður hertogi af York féll þar og næstelsti sonur hans, jarlinn af Rutland, var tekinn af lífi eftir bardagann.
- Háskólinn í Basel í Sviss var stofnaður.
Fædd
- Svante Nilsson Sture, ríkisstjóri Svíþjóðar (d. 1512).
- (Sennilega) Tristan da Cunha, portúgalskur landkönnuður (d. 1540).
Dáin
- 3. ágúst - Jakob 2. Skotakonungur (f. 1430).
- 13. nóvember - Hinrik sæfari, prins af Portúgal (f. 1394).
- 30. desember - Ríkharður hertogi af York (f. 1411).
- 31. desember - Játmundur jarl af Rutland, sonur Ríkharðs hertoga, líflátinn (f. 1443).