1256
ár
(Endurbeint frá MCCLVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1256 (MCCLVI í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- Heinrekur Kársson Hólabiskup fór úr landi og sneri ekki aftur. Hann lést í Noregi 1260.
- Ívar Englason fékk flesta Norðlendinga til að játa konungi skatt en ekkert varð þó úr skattgreiðslum.
- Sturla Þórðarson settist að í Svignaskarði og hefur ef til vill reist þar virki.
- Runólfur var vígður ábóti í Viðeyjarklaustri.
Fædd
Dáin
- 11. október - Þórður kakali lést í Noregi (f. 1210).
- Ásgrímur Bergþórsson, höfðingi á Vestfjörðum og frændi Sturlunga.
Erlendis
breyta- 4. maí - Alexander IV páfi gaf út páfabréf og stofnaði Ágústínusarregluna formlega.
- 15. desember - Húlagú Kan hertók og lagði í rúst fjallavirki Hassassína, Alamút.
- Moskan í Medína skemmdist í eldi.
Fædd
- Róbert greifi af Clermont, ættfaðir Bourbon-ættarinnar.
Dáin
- 28. janúar - Vilhjálmur 2., greifi af Hollandi og konungur Þýskalands.