Búrbónar

(Endurbeint frá Bourbon-ætt)

Búrbónar (franska: Maison de Bourbon) eru mikilvæg konungsætt í Evrópu. Þeir eru grein af Kapetingum sem tóku við af Karlungum sem konungsætt Frakklands árið 987. Búrbónar komust fyrst til valda í Navarra og síðan í Frakklandi á 16. öld. Eftir Spænska erfðastríðið á 18. öld voru Búrbónar einnig við völd á Spáni, Napólí, Sikiley og Parma. Núverandi Spánarkonungur og hertoginn af Lúxemborg eru af ætt Búrbóna.

Filippus 5. Spánarkonungur, Elísabet af Parma og afkomendur þeirra 1743.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.