1374
ár
(Endurbeint frá MCCCLXXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1374 (MCCCLXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Jón skalli Hólabiskup sigldi til Noregs á skipinu Maríubollanum, sem hann hafði látið smíða fyrir Hólastól, en konungur eignaði sér skipið.
- Ormur Snorrason varð lögmaður sunnan og austan öðru sinni.
- Skrá var gerð um lausafé Hólastóls.
Fædd
- (líklega) Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir (d. 1458).
Dáin
- Árni Einarsson, bóndi í Auðbrekku og staðarhaldari á Grenjaðarstað.
Erlendis
breyta- 23. apríl - Játvarður 3. Englandskonungur veitti rithöfundinum Geoffrey Chaucer gallón (um 3,8 lítra) af víni á dag það sem hann ætti eftir ólifað. Síðar var skáldalaununum breytt í peningagreiðslu.
- Dansæði greip um sig í Þýskalandi.
Fædd
- 11. apríl - Roger Mortimer, jarl af March, ríkiserfingi Englands (útnefndur arftaki Ríkharðs 2.)(d. 1398).
Dáin
- 19. júlí - Francesco Petrarca, ítalskur rithöfundur (f. 1304).
- 1. desember - Magnús Eiríksson smek, konungur Noregs og Svíþjóðar (f. 1316).
- (líklega) Heiðveig af Slésvík, drottning Danmerkur, kona Valdimars atterdags.