London School of Economics and Political Science (íslenska: Hagfræði- og stjórnmálafræðiháskólinn í London, yfirleitt London School of Economics eða LSE) er almennur rannsóknarháskóli sérhæfður í félagsvísindum og staddur í London, Bretlandi. Hann er einn níu stærstu háskóla sem tilheyra Háskólanum í London. LSE var stofnaður árið 1895 af þeim Sidney Webb, Beatrice Webb og George Bernard Shaw, allir voru meðlimir í Fabian Society. Árið 1900 varð LSE meðlimur í Háskólanum í London og árið 1902 var byrjað að veita nemendum gráður. Þrátt fyrir að það standi í nafninu að LSE sé hagfræðiskóli er kennt og rannsakað í öllum félagsvísindum, m.a. í bókhaldi og fjármálavísindum, mannfræði, hagfræði, landafræði, sagnfræði, alþjóðatengslum, lögfræði, fjölmiðlafræði, hugfræði, stjórnmálafræði, sálfræði og félagsfræði.

Á háskólalóð í LSE

LSE er staddur í Westminster í Mið-London á svæðinu milli hverfanna Covent Garden og Holborn. Um 8.700 nemendur eru skráðir í fullu námi og um 1.300 manns starfar í háskólanum. Árið 2008/09 voru tekjur háskólans 203 milljónir breskra punda, úr þeim voru 20,3 milljónir frá rannsóknarstyrkjum. Bókasafn háskólans, British Library of Political and Economic Science, inniheldur rúmlega 1,4 milljónir binda og er heimsins stærsta félags- og stjórnmálavísindabókasafn.

Umsóknaaðferð LSE er sérstaklega ströng og hann er ásamt þeirra breskra háskóla sem hleypa fæstu nemendum inn. Nemendur háskólans eru frá mörgum löndum um allan heim og einu sinni voru nemendur frá fleiri löndum en voru í Sameinuðu þjóðunum. Margir merkismenn hafa útskrifast úr LSE í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, bókmenntafræði og stjórmálafræði. Meðal þeirra sem vinna í háskólanum og þeirra sem hafa útskrifast hafa 16 manns unnið Nóbelsverðlaunin, voru 34 orðnir þjóðarleiðtogar og margir aðrir hafa unnið Pulitzer-verðlaunin og eru meðlimir í British Academy.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.