Listi yfir þætti Supernatural: Áttunda þáttaröð: 2012-2013
Áttunda þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 3. október 2012 og sýndir voru 23 þættir.
Tilkynnt var 3. maí 2012 að yfirhöfundurinn Sera Gamble myndi stíga til hliðar og í hennar stað kæmu Jeremy Carver og Robert Singer.[1][2]
Aðalleikarar
breyta- Jared Padalecki sem Sam Winchester
- Jensen Ackles sem Dean Winchester
Séstakir Gestaleikarar
breyta- Misha Collins sem Castiel (9 þættir)
- Jim Beaver sem Bobby Singer (1 þáttur)
Gestaleikarar
breyta
|
|
Þættir
breytaTitill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
We Need to Talk About Kevin | Jeremy Carver | Robert Singer | 03.10.2012 | 1 - 150 |
Dean nær að flýja Purgatory eftir ársdvöl en endurfundir hans við Sam enda ekki vel. Saman reyna þeir að finna Kevin sem hafði tekist að flýja Crowley. | ||||
What´s Up, Tiger Mommy? | Andrew Dabb og Daniel Loflin | John Showalter | 10.10.2012 | 2 - 151 |
Kevin þvingar Sam og Dean til að finna móður hans áður en þeir ná í Orð Guðs töfluna. Þegar þeir finna móður hans er hún umkringd djölfum og þegar þeir fara að ná í töfluna þá er hún horfin. Komast þeir að því að taflan hefur verið sett á uppboð fyrir yfirnáttúrulega hluti. | ||||
Heartache | Brad Buckner og Eugenie Ross-Leming | Jensen Ackles | 17.10.2012 | 3 - 152 |
Bræðurnir rannsaka röð einkennilegra morða þar sem morðingjarnir hafa fengið líffæri frá sama manninum. | ||||
Bitten | Robbie Thompson | Thomas J. Wright | 24.10.2012 | 4 - 153 |
Í miðri rannsókn sinni finna bræðurnir tvö lík og óklippt myndefni í fartölvu eftir þrjá unga háskólanema sem útskýrir betur rannsóknarefni bræðranna. | ||||
Blood Brother | Ben Edlund | Guy Bee | 31.10.2012 | 5 - 154 |
Benny leitar uppi mannsins sem gerði hann að vampíru. Hringir hann í Dean og biður um aðstoð. Á meðan notar Sam tímann til að hugsa um lífið með Ameliu. | ||||
Southern Comfort | Adam Glass | Tim Andrew | 07.11.2012 | 6 – 155 |
Sam og Dean hafa ekki enn fundið Kevin. Rekast þeir á Garth í miðri rannsókn sinni þar sem fórnarlömbin eru afhausuð. | ||||
A Little Slice of Kevin | Brad Buckner og Eugenie Ross-Leming | Charlie Carner | 14.11.2012 | 7 - 156 |
Kevin og móðir hans Linda reyna að fara í vörn gegn Crowley. Sam og Dean verða hissa þegar Castiel birtist allt í einu en svo virðist sem hann hafi náð að flýja Purgatory. | ||||
Hunteri Heroici | Andrew Dabb | Paul Edwards | 28.11.2012 | 8 – 157 |
Castiel ákveður að gerast veiðimaður eins og bræðurinir. En fyrsta mál hans er heldur furðulegt þar sem fórnarlöbin deyja í frægum atriðum úr gömlum teiknimyndum. | ||||
Citizen Fang | Daniel Loflin | Nick Copus | 05.12.2012 | 9 - 158 |
Sam og Dean rekast á þegar saklaust fólk deyr og Benny er efstur á lista yfir hugsanlega sökudólga. | ||||
Torn and Frayed | Jenny Klein | Robert Singer | 16.01.2012 | 10 - 159 |
Castiel biður bræðurnar um aðstoð til þess að bjarga englinum Samandriel frá Crowley. | ||||
LARP and th Real Girl | Robbie Thompson | Jeannot Szwarc | 23.01.2013 | 11 - 160 |
Bræðurnir rannsaka dularfull andlát tveggja LARP spilara. Rannsókn málsins leiðir þá að hátíð þar sem Charlie Bradbury er sjálf drottningin. | ||||
As Time Goes By | Adam Glass | Serge Ladouceur | 30.01.2013 | 12 - 161 |
Bræðurnir fá óvænta heimókn úr fortíðinni þegar afi þeirra birtist allt í einu á flótta undan öflugum djöfli að nafni Abaddon. | ||||
Everybody Hates Hitler | Ben Edlund | Phil Sgriccia | 06.02.2013 | 13 - 162 |
Bræðurnir vinna með verunni Golem og eiganda hans í þeim tilgangi að stoppa leynilegt félag galdramanna frá tímum nasista. | ||||
Trial and Error | Andrew Dabb | Kevin Parks | 13.02.2013 | 14 - 163 |
Kevin finnur út að til þess að loka hliðinu til Helvítis, þá verður ákveðin manneskja að uppfylla þrjár þrautir. Sú fyrsta er að drepa hund frá helvíti (Hellhound). | ||||
Man´s Best Friend with Benefits | Brad Buckner og Eugenie Ross-Leming | John Showalter | 20.02.2013 | 15 – 164 |
Norn biður bræðurnar um aðstoð þegar röð drápa gerast í kringum hana. | ||||
Remember the Titans | Daniel Loflin | Steve Boyum | 27.02.2013 | 16 - 165 |
Bræðurnir hitta dularfullan mann sem deyr á hverjum degi. | ||||
Goodbye Stranger | Robbie Thompson | Thomas J. Wright | 20.03.2013 | 17 - 166 |
Bræðurnir reyna að finna Engla töfluna með aðstoð Castiels og Megs. | ||||
Freaks and Geeks | Adam Glass | John F. Showalter | 27.03.2013 | 18 - 167 |
Bræðurnir eru að eltast við vampírur þegar þeir rekast á hóp unglinga sem verið er að ala upp sem veiðimenn. | ||||
Taxi Driver | Brad Buckner og Eugenie Ross-Leming | Guy Bee | 03.04.2013 | 19 - 168 |
Til þess að Sam getur lokið þraut númer tvö þá þarf hann að bjarga saklausri sál frá helvíti og senda hana upp til himna. | ||||
Pac-Man Fever | Robbie Thompson | Robert Singer | 24.04.2013 | 20 - 169 |
Charlie finnur rannsóknarmál fyrir bræðurnar sem tengist verunni Djinn. Charlie festist í draumaheimi verunnar og verður Dean að fara inn í draumaheiminn til þess að bjarga henni. | ||||
The Great Escapist | Ben Edlund | Robert Duncan McNeill | 01.05.2013 | 21 – 170 |
Bræðurnir leita uppi Metatron, höfund að orði Guðs. Castiel reynir að verja "Engla" töfluna. Kevin reynir að leysa þriðju þrautina undir vökulum augum Crowleys. | ||||
Clip Show | Andrew Dabb | Thomas J. Wright | 08.05.2013 | 22 – 171 |
Bræðurnir reyna að finna út á hvað þriðja þrautin gengur. Metatron talar við Castiel. Crowley byrjar að drepa fólk sem bræðurnir hafa bjargað gegnum árin. | ||||
Sacrifice | Jeremy Carver | Phil Scriccia | 15.05.2013 | 23 – 172 |
Bræðurnir handsama Crowley og Sam byrjar lokaþrautina til þess að loka hliðum helvítis. Castiel og Metatron halda áfram með sína þraut sem felst í því að loka hliðum himnaríkis. Þátturinn endar á því að englarnir falla til jarðar. | ||||
Tilvísanir
breyta- ↑ Seidman, Robert (3. maí 2012). „'Supernatural' Renewed for an 8th Season by The CW“. TV By the Numbers. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 9, 2012. Sótt 21. maí 2012.
- ↑ ANDREEVA, NELLIE. „'Supernatural' Taps New Co-Showrunner“. Sótt 3. maí 2012.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Supernatural (season 8)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. febrúar 2014.
- Supernatural á Internet Movie Database
- Heimasíða Supernatural á CW sjónvarpsstöðinni Geymt 14 janúar 2007 í Wayback Machine
- Áttunda þáttaröðin á Supernatural Wikisíðunni