Osric Chau

kanadíska bardagalist og leikari

Osric Chau (fæddur 20. júlí 1986) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Supernatural og 2012.

Osric Chau
Fæddur20. júlí 1986 (1986-07-20) (36 ára)
Ár virkur2002 -
Helstu hlutverk
Kevin Tran í Supernatural
Nima í 2012

EinkalífBreyta

Chau fæddist í Vancouver, Kanada. Byrjaði átta ára gamall að taka leiklistartíma og hefur stundað sjálfsvarnaríþróttir síðan hann var þrettán ára. Chau var meðlimur kanadíska Wu Shu landsliðsins.[1]

FerillBreyta

SjónvarpBreyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Chau var árið 2002 í sjónvarpsþættinum Cold Squads. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum- og myndum á borð við The Troop, Kung Fu Killer, Mister French Taste og Dragon Boys.

Chau hefur síðan 2012 verið með stórt gestahlutverk sem Kevin Tran í Supernatural.

KvikmyndirBreyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Chau var árið 2009 í Rasa. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Gardenesque, I Know a Woman's Heart, Must Come Down og The Man with the Iron Fists.

Kvikmyndir og sjónvarpBreyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2009 Rasa Imer
2009 2012 Nima
2009 Gardenesque Tom
2011 Elixir ónefnt hlutverk
2011 I Know a Woman´s Heart Chen Erdong
2012 Return of the Dragon Returns in 60 Seconds Tang Lung
2012 Must Come Down Strákur
2012 Fun Size Peng
2012 The Man with the Iron Fists Aðstoðarmaður járnsmiðs
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2002 Cold Squad Vic Dnang Þáttur: Back in the Day
2007 Dragon Boys Unglingur Sjónvarpsmynd
2008 Kung Fu Killer Lang Han Sjónvarpsmynd
2009 The Troop Hector Þáttur: Forest Gump
2011 Best Player Vinur Ash Sjónvarpsmynd
2012 Mister French Taste Leon 7 þættir
2012 Halo 4: Forward Unto Dawn Junje Chen Sjónvarpssería
2012-2013 Supernatural Kevin Tran 11 þættir

TilvísanirBreyta

  1. „Ævisaga Osric Chau á Heimasíðu Osric Chau“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2013. Sótt 13. maí 2013.

HeimildirBreyta

TenglarBreyta