Kim Rhodes (fædd Kimberly Rhodes, 7. júní 1969) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The Suite Life of Zack and Cody og Supernatural.

Kim Rhodes
Kim Rhodes
Kim Rhodes
Upplýsingar
FæddKimberly Rhodes
7. júní 1969 (1969-06-07) (55 ára)
Ár virk1999 -
Helstu hlutverk
Carey Martin í The Suite Life of Zack and Cody
Fógetinn Jody Mills í Supernatural

Einkalíf

breyta

Rhodes er fædd og uppalin í Portland, Oregon. Stundaði nám við Southern Oregon State College og útskrifaðist með B.F.A. í leiklist. Rhodes útskrifaðist með M.F.A frá Temple háskólanum í Philadelphiu, Pennsylvaníu.[1] Rhodes giftist Travis Hodges árið 2006 og saman eiga þau eitt barn.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Rhodes var árið 1999 í Another World. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Star Trek: Voyager, Titus, Strong Medicine, Boomtown, CSI: Crime Scene Investigation og House. Árið 2005 þá var Rhodes boðið hlutverk í The Suite Life of Zack and Cody sem Carey Martin, sem hún lék til ársins 2008. Rhodes hefur verið með stórt gestahlutverk í Supernatural sem Fógetinn Jody Mills síðan 2010.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Rhodes var árið 2004 í Christmas with the Kranks og hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við A Funeral for Grandpa Harry, Cyrus og The Death of Toys.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2004 Christmas with the Kranks Starfsmaður skrifstofu
2008 Desertion Jane Nichols
2009 A Funeral for Grandpa Harry Samantha
2009 Relish Superchick
2010 Cyrus Dr. Dallas
2010 Deadbeat K.D.
2010 The Death of Toys Lily
2011 Mine Þjónustustúlka Kvikmyndatökum lokið
2011 November 1st Marisa Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1999 Another World Cynthia ´Cindy´ Brooke Harrison Þáttur sýndur 25. Júní 1999
1999 The Lot Rachel Lipton ónefndir þættir
1999 Martial Law Roxanne Cole Þáttur: Call of the Wild
2000 Star Trek: Voyager Ensign Lyndsay Ballard Þáttur: Ashes to Ashes
2000 Stark Raving Mad Brooke Þáttur: The Pigeon
2000 One World Diane Þáttur: The Two Year Itch
2000 As the World Turns Cindy Harrison ónefndir þættir
2001 Titus Tiffany Þáttur: Tommy´s Girlfriend II
2001 The Invisible Man Eleanor Stark Þáttir: The Choice
2002 Becker Julie Þáttur: Barter Sauce
2002 Touched by an Angel Liz Þáttur: The Princeless Bride
2002 Strong Medicine ónefnt hlutverk Þáttur: Contraindication
2002 Boomtown Julia Sloane Þáttur: The Squeeze
2002 Without a Trace Polly Þáttur: Little Big Man
2004 CSI: Crime Scene Investigation Lydia Lopez Þáttur: Dead Ringer
2005-2008 The Suite Life of Zack and Cody Carey Martin 87 þættir
2008 A Kiss at Midnight Maureen O´Connor Sjónvarpsmynd
2009 House Kona á fjáröflunarsamkomu Þáttur: Broken
???? Free Agents Kate Þáttur: Sexin´ the Raisin
2008-2011 The Suite Life on Deck Carey Martin 4 þættir
2011 A Crush on You Val Brookston Sjónvarpsmynd
2011 Galen Kim Þáttur: Galen Loves You
2010-2012 Supernatural Fógetinn Jody Mills 5 þættir

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Soap Opera Digest verðlaunin

  • 1998: Tilnefnd fyrir besta nýja parið fyrir Another World með Mark Pinter.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta