DJ Qualls
DJ Qualls (fæddur Donald Joseph Qualls 10. júní 1978 ) er bandarískur leikari og grínisti sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Road Trip, The New Guy og Memphis Beat.
DJ Qualls | |
---|---|
Fæddur | Donald Joseph Qualls 10. júní 1978 |
Ár virkur | 1995 - |
Helstu hlutverk | |
Kyle Edwards í Road Trip Dizzy í The New Guy Davey Sutton í Memphis Beat |
Einkalíf
breytaQualls fæddist í Nashville, Tennessee en ólst upp í Manchester, Tennessee. Qualls var greindur með Hodgkin's lymphoma krabbameinið þegar hann var fjórtán ára og eftir tveggja ára meðferð, er krabbameinið í hléum.[1]
Qualls stundaði nám við King's College London þar sem hann lærði ensku og bókmenntir. Eftir námið sneri Qualls aftur til Tennesse þar sem stundaði nám við Belmont háskólann í Nashville. Á meðan hann var í námi þá tók hann upp leiklistina og byrjaði að koma fram í hverfisleikhúsum.[2]
Ferill
breytaTónlistarmyndbönd
breytaQualls kom fram í tónlistarmyndböndunum „Boys“ með Britney Spears og „I'm Just a Kid“ með Simple Plan.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Qualls var árið 1998 í sjónvarpsmyndinni Mama Flora´s Family. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Criminal Minds, Monk, Numb3rs, Breaking Bad, Supernatural og Lost.
Qualls lék í persónuna Davey Sutton í Memphis Beat frá 2010-2011.
Qualls leikur núna í Legit sem Billy Nugent en fyrsti þátturinn var frumsýndur í janúar 2013.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Qualls var árið 1995 í Senior Trip. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Cherry Falls, Lone Star State of Mind, The Core, Delta Farce, All About Steve og Amigo.
Árið 2000 þá var Qualls boðið eitt af aðalhlutverkunum í Road Trip þar sem hann lék Kyle Edwards. Lék hann síðan aðalhlutverkið í grínmyndinni The New Guy þar sem hann lék á móti Eliza Dushku og Zooey Deschanel.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Senior Trip | Stúdent sem Miosky tekur gosdrykk frá | óskráður á lista |
2000 | Road Trip | Kyle Edwards | |
2000 | Cherry Falls | Wally | sem D.J. Qualls |
2002 | Big Trouble | Andrew | |
2002 | Lone Star State of Mind | Junior | |
2002 | The New Guy | Dizzy | |
2003 | Chasing Holden | Neil Lawrence | |
2003 | The Core | Theodore Donald ´Rat´ Finch | |
2005 | Hustle & Flow | Shelby | sem D.J. Qualls |
2005 | Little Athens | Corey | |
2006 | I´m Reed Fish | Andrew | |
2007 | Delta Farce | Everett | |
2008 | Familiar Strangers | Kenny Worthington | |
2008 | The Company Man | Guy | |
2009 | All About Steve | Howard | |
2009 | Last Day of Summer | Joe | |
2009 | Circle of Eight | Randall | |
2010 | Amigo | Zeke | |
2011 | Running Mates | Graham ´One-Ball´ Jones | |
2012 | Small Apartments | Artie | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | Mama Flora´s Family | Jason | Sjónvarpsmynd |
2000 | FreakyLinks | Unglingur á hjóli | Þáttur: Subject: Coelacanth This! óskráður á lista |
2002 | Scrubs | Josh | Þáttur: My Student |
2005 | Criminal Minds | Richard Slessman | Þáttur: Extreme Aggressor |
2005 | Lost | Johnny | Þáttur: Everbody Hates Hugo |
2005 | Law & Order: Criminal Intent | Robbie Boatman | Þáttur: Scared Crazy |
2006 | Monk | Rufus - tölvunörd | Þáttur: Mr. Monk and the Big Reward |
2006 | CSI: Crime Scene Investigation | Henry Briney | Þáttur: Post Mortem |
2007 | Numb3rs | Anthony Braxton | Þáttur: Primacy |
2007 | My Name Is Earl | Ray-Ray | 3 þættir |
2008 | The Big Bang Theory | Toby Loobenfield | Þáttur: The Loobenfield Decay sem D.J. Qualls |
2009 | Breaking Bad | Getz | Þátttur: Better Call Saul |
2010-2011 | Memphis Beat | Davey Sutton | 20 þættir |
2011-2012 | Supernatural | Garth Fitzgerald IV | 3 þættir |
2013 | Legit | Billy Nugent | 10 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaBlack Reel-verðlaunin
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Hustle & Flow.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Hustle & Flow.