Lisp[1] er fjölskylda listavinnsluforritunarmála[1][2] sem notar málskipan sem einkennist af svigum sem nefnast S-segðir. Lisp var fyrst tilgreint árið 1958 og er elsta hámál enn í notkun á eftir Fortran. Margar Lisp-mállýskur í notkun í dag eins og Common Lisp, Scheme og nýlega Clojure.

Lisp var upprunalega byggt á lambda-reikningi[2] og var mikið notað innan gervigreindarfræði fyrst um bil. Mörg hugtök innan tölvunarfræði komu fyrst fram í Lisp, eins og tré, ruslasöfnun, kvikleg tögun og sjálfhýstur þýðandi.

Orðið LISP er dregið af enska hugtakinu list processing („listavinnsla“) enda eru keðjulistar ein aðalgagnagrind Lisp-mála sem er einnig notuð til að tákna frumþulu og er málið því sammynda (eða samtákna, samtáknandi)[3] og því er hægt að meðhöndla Lisp-kóða eins og venjuleg gögn — þetta er mikið nýtt við fjölvagerð sem gerir forriturum kleyft að breyta málskipun málsins og að skrifa forrit sem búa til önnur, jafnvel flóknari, forrit.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Lisp Geymt 4 maí 2015 í Wayback Machine á Tölvuorðsafninu
  2. 2,0 2,1 „Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?“. Vísindavefurinn.
  3. Orð búin til að höfundi.
  4. „Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?“. Vísindavefurinn.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta