Clojure (samhljóma enska orðinu closure, „lokun“) er nýleg Lisp-mállýska búin til af Rich Hickey sem hvetur til fallaforritunar og einfaldar fjölþráðavinnslu. Clojure keyrir á Java-sýndarvélinni.

Clojure er sammynda[1] og hefur öflugt fjölvakerfi sem gerir forriturum kleyft að breyta málskipun málsins og að skrifa forrit sem búa til önnur, jafnvel flóknari, forrit.[2]

Málskipan

breyta

Hér táknar örin ⇒ GILDI að síðasta segð skili GILDI. Prentar „Halló, heimur!“:

 (println "Halló, heimur!")
 ;; ⇒ nil

Leggur saman tvo og tvo og skilar gildinu:

 (+ 2 2)
 ;; ⇒ 4

Skilgreinir fall sem hefur tölu upp í annað veldi:

 (defn tvíveldi [tala]
   (* tala tala))
 ;; ⇒ #'user/tvíveldi

Hefur 9 og talnalista upp í annað veldi með fallinu sem skilgreint var að ofan:

 (tvíveldi 9)
 ;; ⇒ 81
 (map tvíveldi (list 1 2 3 4 5))
 ;; ⇒ (1 4 9 16 25)

Myndrænn gluggi sem birtir “Halló, heimur!” með Swing-forritasafninu í Java:

 (javax.swing.JOptionPane/showMessageDialog nil "Halló, heimur!")

Tilvísanir

breyta
  1. Orð búin til af höfundi.
  2. „Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?“. Vísindavefurinn.