Þýðandi (tölvunarfræði)

Þýðandi[1] (afar sjaldan kallað vistþýðandi)[2] er forrit (eða mengi forrita) sem þýðir[3] eða vistþýðir[4] frumkóða úr einu forritunarmáli á annað.

Algengasta ástæðan fyrir því að kóði er þýddur til að búa til keyrsluforrit. Nær alltaf er um að ræða að þýðingu úr æðra forritunarmáli (s.s. C++, C#, Java, Swift eða Fortran) á lágmál (s.s. vélamál). Einnig er hægt að snúa ferlinu við og búa til kóða úr keyrsluforriti, en sá kóði er alla jafna ekki mjög læsilegur.

Vinnuferli þýðanda

breyta

Þýðandi fer í gegnum nokkur skref við að þýða kóða yfir í keyrsluforrit, og er eftirfarandi algengast:

  1. Finnur hvar lína byrjar og endar í kóðanum.
  2. Greinir einstök orð hverrar línu og af hvaða tegund þau orð eru (breytur, tölur, aðgerðir, tákn, o.s.frv.)
  3. Skiptir út styttingum fyrir fullar skilgreiningar og innbyrða skrár.
  4. Fer yfir málfræði kóðans, greina setningarlegar villur og búa til setningafræðilegt tré úr kóðanum samkvæmt málfræði forritunarmálsins.
  5. Kannar hvort breytutegundir passi við gildi, tengja vísanir í föll og breytur við skilgreiningar þeirra, og skoða frumstillingar á breytum.
  6. Skoðar hvernig best sé að meðhöndla minni, hvaða vélamálsskipanir skili bestum árangri og búa svo til vélamálstextann.
  7. Beitir bestun á vélamálstextanum með ýmsum leiðum.

Saga þýðenda

breyta

Á upphafsárum tölva var hugbúnaður eingöngu skrifaður í vélamáli. Þegar ávinningur varð af því að endurnýta hugbúnað á milli mismunandi tegunda örgjörva myndaðist forsenda fyrir að skrifa þýðendur. Lítið minni fyrstu tölvanna hamlaði útfærslu þýðenda.

Í enda sjötta áratugarins var fyrst varið að leggja til forritunarmál sem voru óháð tilteknum tölvum. Í beinu framhaldi voru þróaðir nokkrar tilraunaútgáfur af þýðendum. Fyrsti þýðandinn var var skrifaður árið 1952, af Grace Hopper, fyrir A-0 forritunarmálið. Sá sem jafnan hlýtur heiðurinn af að hafa smíðað fyrsta fullbúna þýðandann er FORTRAN hópurinn, undir stjórn John Backus hjá IBM, árið 1957.

Sum forritunarmál, t.d. Julia eru með innbyggðan þýðanda, sem þýðir forritskóða (e. source code) á vélamál, en þarf ekki sér skref. Þ.e. virkar álíka og ef túlkur væri notaður, líkt og með JavaScript (sem upphaflega var eingöngu túlkað, en í nýrri vöfrum, er þýtt með JIT þýðanda), sem þýðir þá að notendur forrita þurfa að fá óþýdd forrit í hendurnar. Julia leyfir líka að þýða yfir á vélamál (með PackageCompiler.jl), og fá það í hendurnar út í forritaskrár líkt og í hefðbundum þýddum forritunuarmálum eins og með C++ og Fortran.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta

Tengill

breyta
  • „Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?“. Vísindavefurinn.