Haskell (forritunarmál)
Haskell er staðlað og hreint fallaforritunarmál sem notast við kyrrlega tögun og rammtögun. Forritunarmálið var nefnt í höfuðið á rökfræðinginum Haskell Curry. Haskell-föll eru fyrsta flokks[1] og mikilvægur hluti Haskells.
Dæmi
breytaEftirfarandi er dæmi um „Halló heim“-forritið í Haskell:
module Main where
main :: IO ()
main = putStrLn "Halló, heimur!"
Og aðfeldi:
-- Tagskýring
aðfeldi :: Integer -> Integer
aðfeldi 0 = 1
aðfeldi n | n > 0 = n * aðfeldi (n - 1)
þar sem aðfeldi 6
skilar 720. Notkun tagskýringar[1] er valfrjáls, en hún (aðfeldi :: Integer -> Integer
) segir að fallið aðfaldi
tekur inn eina heiltölufæribreytu(Integer
) og skilar einu heiltölugildi (Integer
).