Gagnagrindur

Gagnagrind[1] eða gagnaskipan[1] (e. data structure) er, í tölvunarfræði, aðferð til þess að geyma gögn í tölvu þannig að hægt sé að nálgast þau á skilvirkan hátt. Oft getur vel valin gagnagrind gert það að verkum að hægt sé að nota mjög hraðvirk reiknirit sem henta verkefninu sem er fyrir hendi. Valið á gagnagrind hefst jafnan á vali á almennri gagnagrind, svo sem fylki, lista, hlaða eða hrúgu. Gagnagrindur eru útfærðar með þeim grunntýpum, tilvísunum og aðgerðum sem forritunarmálið býður upp á.

Dæmi um gagnagrind sem er kölluð tætitafla.

Mismunandi gerðir gagnagrinda eru nytsamleg við lausnir á mismunandi vandamálum. Þannig eru B-tré sérlega hentug í gagnagrunnum, meðan FIFO eru hentugri í einföldum einátta boðskiptum.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 gagnaskipan Geymt 15 júlí 2019 í Wayback Machine á Tölvuorðasafninu

Sjá einnig

breyta
   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.