LeBron James
LeBron Raymone James (fæddur 30. desember 1984 í Akron í Ohio) er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Hann er almennt talinn einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi. James er með leikstöðuna lítill framherji.
James hóf ferilinn með Cleveland Cavaliers frá 2003-2010 en hélt svo til Miami Heat frá 2010-2014. Frá 2014-2018 spilaði hann með Cleveland á ný en árið 2018 samdi hann við LA Lakers.
James var valinn nýliði ársins árið 2004, hefur verið valinn besti leikmaður deildarinnar fjórum sinnum og besti leikmaður í úrslitum þrisvar. Hann hefur verið valinn 18 sinnum í stjörnuliðið og var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins 2006, 2008 og 2018. James hefur verið NBA meistari fjórum sinnum; 2012, 2013, 2016 og 2020 og verið valinn MVP öll skiptin, tvisvar með Miami, einu sinni með Cleveland og einu sinni með Lakers.
James er stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi. Hann á ýmis met, þar á meðal er hann eini leikmaðurinn til að hafa skorað yfir 40.000 stig, tekið 10.000 fráköst og gefið 10.000 stoðsendingar og eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 25 stig að meðaltali 13 leiktímabil í röð. Hann er eini leikmaðurinn til að ná þrefaldri tvennu gegn öllum 30 liðunum í deildinni. Í byrjun tímabilsins 2020-2021 varð hann sá eini sem hefur náð a.m.k. 10 stigum 1000 leiki í röð. Hann sló svo stigamet Kareem Abdul-Jabbar árið 2023 og varð stigahæsti leikmaður NBA. Tímabilið 2023-2024 varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná 40.000 stigum.
Lebron er stigahæstur í úrslitakeppninni með um 7500 stig og hefur spilað flesta leiki þar. Hann hefur 10 sinnum komist í úrslit deildarinnar.
Persónulegir hagir
breytaJames giftist kærustu sinni, Savannah Brinson, 2013 sem hann kynntist í menntaskóla. Þau eiga þrjú börn: Sonina Bronny (f. 2004) og Bryce (f. 2007) sem og dótturina Zhuri (f. 2014).
Árið 2022 komst James á lista milljarðamæringa í Bandaríkjunum. [1] Um sumarið sama ár skrapp hann til Íslands og fór meðal annars í Drangey. [2]
Árið 2024 spilað LeBron með syni sínum Bronny í NBA-leik með Los Angeles Lakers. Var það í fyrsta skipti sem feðgar spiluðu saman í deildinni. [3]
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „LeBron James“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. feb. 2019.
Tilvísanir
breyta- ↑ LeBron James: NBA superstar on Forbes' billionaires list BBC
- ↑ Lebron og Rebel Wilson hrifin af fegurð Drangeyjar Fréttablaðið, sótt 6/7 2022
- ↑ LeBron-feðgar skrifuðu sig í sögubækurnar Rúv, sótt 23. okt. 2024