Kareem Abdul-Jabbar
Kareem Abdul-Jabbar (fæddur Ferdinand Lewis Alcindor Jr árið 1947) er fyrrum bandarískur körfuknattleiksmaður sem er talinn einn besti leikmaður körfuboltans frá upphafi.
Kareem Abdul-Jabbar | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Kareem-Abdul Jabbar | |
Fæðingardagur | 16. apríl 1947 | |
Fæðingarstaður | New York, Bandaríkin | |
Hæð | 218 cm. | |
Þyngd | 102-120 kg. | |
Leikstaða | Miðherji | |
Háskólaferill | ||
1966-1969 | UCLA | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1969-1975 1975-1989 |
Milwaukee Bucks Los Angeles Lakers | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Hann spilaði 20 tímabil í NBA-deildinni og er næststigahæsti leikmaðurinn frá upphafi (38.387 stig). Frá 1984 til 2023 var hann stigahæsti leikmaður deildarinnar en LeBron James tók fram út honum 2023.
Jabbar varð 6 sinnum meistari, einu sinni með Milwaukee Bucks og 5 sinnum með Los Angeles Lakers. Jabbar varð 6 sinnum mikilvægasti leikmaðurinn; MVP, 19 sinnum valinn í All Star leik sem dæmi má nefna. Hann var þekktur fyrir svokallað skyhook skot með einni hendi sem var nánast óverjandi.
Jabbar hefur einnig þjálfað körfuboltalið, verið aðstoðarþjálfari Lakers og reynt fyrir sér sem leikari. Hann gerðist múslimi árið 1968 og breytti nafni sínu árið 1971. Hann lærði bardagalist af Bruce Lee og stundaði einnig jóga til að hjálpa sér með einbeitingu og liðleika.