Laxárdalur (Skagafirði)

Laxárdalur er dalur sem liggur vestan við Tindastól í Skagafjarðarsýslu og er hann um 14 km langur.[1] Hann liggur út að sjó norðan við Tindastól og heitir þar Sævarlandsvík. Utan við Laxárdal tekur Skaginn við.

Bærinn Hafragil í Laxárdal

Dalurinn liggur nær beint í suður inn með Tindastól en vestan við hann eru lág fell og hálsar. Hann beygir svo til suðvesturs og þrengist. Um dalinn rennur áin Laxá, sem á upptök sín í Hryggjafjalli á Staðarfjöllum.[2] Á Laxárdal voru nokkrir bæir og eru fáeinir enn í byggð en aðrir farnir í eyði. Hvammur í Laxárdal var kirkjustaður og prestssetur[3] og á að hafa verið landnámsjörð Eilífs arnar, sem nam Laxárdal að því er segir í Landnámabók.[4]

Laxárdalur er nú mun fjölfarnari en áður, eftir að vegurinn um Þverárfjall var byggður upp, en hann liggur um Laxárdal og Gönguskörð til Sauðárkróks.[5]

í byggð

breyta

í eyði

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Laxárdalur – Iceland Road Guide“ (bandarísk enska). Sótt 16. september 2024.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 16. september 2024.
  3. 3,0 3,1 „Hvammskirkja“. web.archive.org. 5. júní 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2016. Sótt 16. september 2024.
  4. „LANDNÁMABÓK (Sturlubók)“.
  5. Nov 7, Kristín Magnea Sigurjónsdóttir |; Fréttir, 2023 | (7. nóvember 2023). „Þverárfjallsvegur formlega opnaður“. Trölli.is (bandarísk enska). Sótt 16. september 2024.
  6. „Sævarland – Iceland Road Guide“. Sótt 16. september 2024.
  7. „Þorbjargarstaðir“.
  8. „Hafragil“.
  9. „Skefilsstaðir“.
  10. „Skíðastaðir“.