Laufás (Grýtubakkahreppi)

Hnit: 65°53′35″N 18°4′49″V / 65.89306°N 18.08028°A / 65.89306; 18.08028

Gamli bærinn í Laufási

Laufás í Grýtubakkahreppi er kirkjustaður og prestsetur í Þingeyjarsýslu. Prestsetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni. Kirkjustaðurinn kemur lítillega við sögu í Ljósvetninga sögu. Laufáskirkja var helguð Pétri postula. Á árunum 1622-1636 bjuggu séra Magnús Ólafsson og kona hans Agnes Eiríksdóttir í Laufási. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás-Edda) er kennd við Laufás en ekki samin þar. Magnús lést 22. júlí 1636 og bróðursonur Agnesar var vígður til prests í Laufási árið 1637. Sá hét Jón Magnússon og var skáld.

Kirkjan sem stendur í Laufási er byggð árið 1865 af Tryggva Gunnarssyni, trésmið og athafnamanni, og Jóhanni Bessasyni á Skarði í Dalsmynni.[1]

Í Laufási er gamall burstabær, byggður í núverandi mynd af Jóhanni Bessasyni bónda á seinni hluta 19. aldar. Laufásbærinn er nú byggðasafn og búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Hann var hýbýli prests þar til byggt var nýtt prestsetur árið 1936.

Frá Laufási var Þórhallur Bjarnarson biskup, sem byggði hús í Reykjavík og lét heita eftir bænum. Við það hús er svo Laufásvegur kenndur.

Sonur Péturs Þórarinssonar prests reisti íbúðarhús í Laufási en Prestsetrasjóður leigði honum jörðina án hlunninda eftir að faðir hans lést. Risu af því deilur árið 2007.

TilvísanirBreyta

  1. Um Laufás, Skoðað 17. ágúst 2015.

HeimildirBreyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.