Jón Magnússon í Laufási
Jón Magnússon í Laufási (1601 – 1675) var prestur og skáld.
Foreldrar Jóns voru séra Magnús Eiríksson prestur á Auðkúlu í Svínadal og kona hans Steinvör Pétursdóttir. Yngri bróðir og alnafni Jóns var Jón Magnússon þumlungur.
Jón eldri var vígður til prests í Möðruvallaklaustri í Hörgárdal árið 1632 en fékk síðan Laufás árið 1637. Föðursystir Jóns var Agnes Eiríksdóttir en hún var kona séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási (d. 1636). Jón lauk við ritun eða hreinritun orðasafns Magnúsar í Laufási (Specimen Lexici Runici) og sendi danska fræðimanninum Ole Worm.[1] Hann var afkastamikið skáld og orti margar rímur, m.a. Bíleams rímur (um Bíleam) og Rímur af Salómon konungi hinum ríka (um Salómon konung).
Kona Jóns hét Guðrún Jónsdóttir, dóttir prestshjónanna í Miklagarð í Eyjafirði.
Tilvitnanir
breyta- ↑ Anthony Faulkes, The Sources of Specimen Lexici Runici, Íslensk tunga 5 (1964): 30-138.
Ytri tenglar
breytaKveðskapur Jóns Magnússonar í Laufási á óðfræðivefnum Braga[óvirkur tengill]
Jón Magnússon í Laufási á Ísmús vefnum
Anthony Faulkes. The Sources of Specimen Lexici Runici. Íslensk tunga 5 (1964): 30-138.