Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999 (11. - 15. umferð)

Leikskýrslur breyta

11. umferð breyta

11. umferð
Dagsetning Heimalið Gestir
28. júlí KR 1-1 Leiftur
29. júlí Keflavík 2-1 Fram
29. júlí Breiðablik 4-1 Grindavík
29. júlí Víkingur 1-2 ÍA
25. ágúst[1] ÍBV 2-2 Valur

KR 1 - 1 Leiftur

Leiftur kom í heimsókn í Vesturbæinn, í harðri baráttu um 3. sætið, á meðan að KR-ingar voru í baráttu um Íslandsmeitstaratitilinn. Leiftur hóf leikinn í mikilli vörn, vörðust aftarlega og voru mjög skipulagðir. KR-ingar spiluðu hugmyndasnauðan sóknarbolta og komust ekki fram fyrir sterka vörn Leiftursmanna. Leiftursmenn skoruðu beint úr aukaspyrnu á 19. mínútu, af 40 metra færi, fyrsta marksot þeirra í leiknum. KR-ingar héldu áfram að sækja og á 38. mínútu fengu þeir vítaspyrnu eftir einstaklingsframtak Sigþórs Júlíussonar, þegar boltinn fór í höndina á einum Leiftursmanni og skoraði Guðmundur Benediktsson úr spyrnunni. Það sem eftir liði leiks gerðist ekkert markvert og lauk leiknum 1-1.

Staðan eftir 11. umferð (29. júlí)
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1   KR 11 7 3 1 24 9 +15 24
2   ÍBV 10 6 3 1 17 6 +11 21
3   Fram 11 3 5 3 14 13 +1 14
4   Leiftur 11 3 5 3 9 14 -5 14
5   Breiðablik 10 3 4 3 13 10 +3 13
6   Keflavík 11 4 1 6 15 19 -4 13
7   ÍA 10 3 4 3 7 9 -2 13
8   Grindavík 11 3 2 6 12 16 -4 11
9   Valur 10 2 5 3 13 18 -5 11
10   Víkingur 11 1 4 6 11 21 -10 7
  • Mörk
    • KR
      • 38: Guðmundur Benediktsson (víti)
    • Leiftur
      • 29: Alexandre da Silva

Keflavík 2 - 1 Fram:

  • Mörk
    • Keflavík
      • 6: Kristján Brooks (víti)
      • 38: Gunnar Oddsson
    • Fram
      • 90:Halldór Hilmisson

Breiðablik 4 - 1 Grindavík:

  • Mörk
    • Breiðablik
      • 43: Salih Heimir Porca
      • 40: Ívar Sigurjónsson
      • 53: Marel Baldvinsson
      • 60: Salih Heimir Porca (víti)
    • Grindavík
      • 77:Grétar Hjartarson

Víkingur 1 - 2 ÍA:

  • Mörk
    • Víkingur
      • 84: Sumarliði Árnason
    • ÍA
      • 10:Kári Steinn Reynisson
      • 77:Kenneth Mathijani

ÍBV 2 - 2 Valur:

  • Mörk
    • ÍBV
      • 24: Ingi Sigurðsson
      • 54: Goran Aleksic
    • Valur
      • 30: Sigurbjörn Hreiðarsson (víti)
      • 40: Sigurbjörn Hreiðarsson (víti)

12. umferð breyta

12. umferð
Dagsetning Heimalið Gestir
7. ágúst Leiftur 1-0 Víkingur
8. ágúst ÍA 2-2 Keflavík
8. ágúst Grindavík 1-2 ÍBV
8. ágúst Valur 1-2 KR
10. ágúst Fram 2-2 Breiðablik
Staðan eftir 12. umferð (10. ágúst)
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1   KR 12 8 3 1 26 10 +16 27
2   ÍBV 11 7 3 1 19 7 +12 24
3   Leiftur 12 4 5 3 10 14 -4 17
4   Fram 12 3 6 3 16 15 +1 15
5   Breiðablik 11 3 5 3 15 12 +3 14
6   ÍA 11 3 5 3 9 11 -2 14
7   Keflavík 12 4 2 6 17 21 -4 14
8   Grindavík 12 3 2 7 13 18 -5 11
9   Valur 11 2 5 4 14 20 -6 11
10   Víkingur 12 1 4 7 11 22 -11 7

Leiftur 1 - 0 Víkingur:

  • Mörk
    • Leiftur
      • 80: Alexandre dos Santos

ÍA 2 - 2 Keflavík:

  • Mörk
    • ÍA
      • 8: Sturlaugur Haraldsson
      • 40: Stefán Þórðarson
    • Keflavík
      • 58:Gunnar Oddsson
      • 72: Þórarinn Kristjánsson

Grindavík 1 - 2 ÍBV:

  • Mörk
    • ÍBV
      • 35: Steingrímur Jóhannesson
      • 90: Hlynur Stefánsson
    • Grindavík
      • 40:Grétar Hjartarson

Valur 1 - 2 KR:

Valsmenn tóku á móti KR í 12. umferð deildarinnar á Hlíðarenda. Valsmenn höfðu rekið þjálfara sinn Kristinn Björnsson fyrr á tímabilinu og hafði síðan gengið allt í haginn, með Inga Björn Albertsson sem nýjan þjálfara meistaraflokks en staða þeirra var þó ekki mjög góð. Fólk var enn að setjast niður þegar að Valsarar komust yfir á 4. mínútu, þar var að verki Guðmundur Brynjólfsson, en markið sló KR-inga út af laginu og náðu sér ekki á strik. Þeir skoruðu þó mark á 31. mínútu þegar að Bjarki Gunnlaugsson skoraði af stuttu færi og voru ekki skoruð fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þegar leið á leikinn benti allt til þess að leikinum lyki með jafntefli. Á lokamínútum leiksins skoraði Bjarni Þorsteinsson fyrir KR með vinstrifótarskoti, úr vítateiginum og fögnuðu KR-ingar sigri í leikslok.

  • Mörk
    • Valur
      • 4: Guðmundur Brynjólfsson
    • KR
      • 31: Bjarki Gunnlaugsson
      • 90: Bjarni Þorsteinsson

Fram 1 - 1 Breiðablik:

  • Mörk
    • Fram
      • 18: Marcel Oerlemans
      • 49: Steinar Guðgeirsson
    • Breiðablik
      • 70:Ívar Sigurjónsson
      • 84: Hreiðar Bjarnason

13. umferð breyta

13. umferð
Dagsetning Heimalið Gestir
15. ágúst ÍA 1-0 Fram
15. ágúst ÍBV 2-1 Breiðablik
15. ágúst Keflavík 2-2 Leiftur
15. ágúst KR 2-1 Grindavík
17. ágúst Víkingur 5-4 Valur
Staðan eftir 13. umferð (17. ágúst)
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1   KR 13 9 3 1 28 11 +17 30
2   ÍBV 12 8 3 1 21 8 +13 27
3   Leiftur 13 4 6 3 12 16 -4 18
4   ÍA 12 4 5 3 10 11 -1 17
5   Fram 13 3 6 4 16 16 +0 15
6   Keflavík 13 4 3 6 19 23 -4 15
7   Breiðablik 12 3 5 4 16 14 +2 14
8   Grindavík 13 3 2 8 14 20 -6 11
9   Valur 12 2 5 5 18 25 -7 11
10   Víkingur 13 2 4 7 16 26 -10 10

ÍA 1 - 0 Fram:

  • Mörk
    • ÍA
      • 80: Jóhannes Harðarson

ÍBV 2 - 1 Breiðablik:

  • Mörk
    • ÍBV
      • 5: Goran Aleksic
      • 21: Guðni Rúnar Helgason
    • Breiðablik
      • 78:Guðmundur Páll Gíslason

Keflavík 2 - 2 Leiftur:

  • Mörk
    • Keflavík
      • 55: Zoran Daníel Ljubicic
      • 62: Þórarinn Kristjánsson
    • Leiftur
      • 33: Alexandre Santos
      • 46: Alexandre Santos

KR 2 - 1 Grindavík:

Grindvíkingar voru í fallbaráttu þegar þeir mættu í heimsókn í Frostaskjólið. Þeir höfðu ekki tapað leik á KR-velli í tvö ár og mættu þeir fullir eldmóði til leiks. Leikurinn byrjaði af krafti og stefndi allt í markaveislu því eftir 15 mínútur var búið að skora þrjú mörk. Fyrst kom David Winnie KR í 1-0 áður en Grétar Ólafur jafnaði metin á tíundu mínútu en Bjarki Gunnlaugsson kom KR-ingum yfir á 14. mínútu. Eftir það fjaraði leikurinn út, allur kraftur fór úr leiknum. Ekkert markvert gerðist það sem eftir var af leiknum og lauk leiknum með sigri KR-inga.

  • Mörk
    • KR
      • 7: David Winnie
      • 14: Bjarki Gunnlaugsson
    • Grindavík
      • 10:Grétar Ólafur Hjartarson

Víkingur 5 - 4 Valur:

  • Mörk
    • Víkingur
      • 20: Daníel Hafliðason
      • 26: Daníel Hafliðason
      • 36: Jón Grétar Ólafsson
      • 37: Sjálfsmark
      • 56: Jón Grétar Ólafsson
    • Valur
      • 38: Sigurbjörn Hreiðarsson (víti)
      • 64: Sigurbjörn Hreiðarsson (víti)
      • 78: Ólafur Ingason
      • 87: Sigurbjörn Hreiðarsson

14. umferð breyta

14. umferð
Dagsetning Heimalið Gestir
21. ágúst Grindavík 2-2 Víkingur
21. ágúst Breiðablik 0-3 KR
21. ágúst Leiftur 1-4 ÍA
22. ágúst Valur 2-3 Keflavík
22. ágúst Fram 0-2 ÍBV

Grindavík 2 - 2 Víkingur:

  • Mörk
    • Grindavík
      • 72: Grétar Ólafur Hjartarson(víti)
      • 82: Hjálmar Hallgrímsson
    • Víkingur
      • 26: Jón Grétar Ólafsson
      • 45: Jón Grétar Ólafsson

Breiðablik 0 - 3 KR:

Blikar tóku á móti sprækum KR-ingum á Kópavogsvelli í 14. umferð Landssímadeildarinnar en Blikar höfðu aðeins unnið einn leik í síðustu 9 umferðum. KR-ingar gátu ekki óskað eftir betri byrjun, því strax á 7. mínútu skoraði Guðmundur Benediktsson eftir að hafa komist fram hjá varnarmönnum Breiðabliks. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleisins. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og fór leikurinn mikið fram á miðjum velli. Leikurinn opnaðist fyrst fyrir alvöru þegar að Blikar fóru að sækja af einhverju viti. Það nýttu KR-ingar sér til þess að bæta við tveimur mörkum á 80., og 81. mínútu.

Staðan eftir 14. umferð (22. ágúst)
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1   KR 14 10 3 1 31 11 +20 33
2   ÍBV 13 9 3 1 23 8 +15 30
3   ÍA 14 6 5 3 17 14 +3 23
4   Keflavík 14 5 3 6 22 25 -2 18
5   Leiftur 14 4 6 4 13 20 -7 18
6   Fram 14 3 6 5 16 18 -2 15
7   Breiðablik 14 3 5 6 17 20 -3 14
8   Grindavík 14 3 3 8 16 22 -6 12
9   Valur 13 2 5 6 20 28 -8 11
10   Víkingur 14 2 5 7 18 28 -10 11
  • Mörk
    • KR
      • 7: Guðmundur Benediktsson
      • 80: Einar Þór Daníelsson
      • 81: Bjarki Gunnlaugsson

Leiftur 1 - 4 ÍA:

  • Mörk
    • ÍA
      • 66: Kári Steinn Reynisson
      • 72: Ragnar Hauksson
      • 76: Ragnar Hauksson
      • 87: Kári Steinn Reynisson
    • ÍA
      • 9: Uni Arge

Valur 2 - 3 Keflavík:

  • Mörk
    • Valur
      • 46: Adolf Sveinsson
      • 89: Arnór Guðjohnsen
    • Keflavík
      • 29: Gunnar Oddsson
      • 53: Þórarinn Kristjánsson
      • 61: Kristján Brooks

Fram 0 - 2 ÍBV:

  • Mörk
    • ÍBV
      • 2: Ívar Ingimarsson
      • 62: Ívar Bjarklind

15. umferð breyta

15. umferð
Dagsetning Heimalið Gestir
27. ágúst Víkingur 1-0 Breiðablik
28. ágúst Keflavík 2-3 Grindavík
29. ágúst ÍA 0-1 Valur
29. ágúst KR 3-0 ÍBV
29. ágúst Leiftur 3-3 Fram
Staðan eftir 15. umferð (29. ágúst)
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1   KR 15 11 3 1 34 11 +23 36
2   ÍBV 15 9 4 2 25 13 +12 31
3   ÍA 15 6 5 4 17 14 +3 23
4   Leiftur 15 4 7 4 16 23 -7 19
5   Keflavík 15 5 3 7 24 28 -4 18
6   Fram 15 3 7 5 19 21 -2 16
7   Grindavík 15 4 3 8 19 24 -5 15
8   Valur 15 3 6 6 23 30 -7 15
9   Breiðablik 15 3 5 7 17 21 -4 14
10   Víkingur 15 3 5 7 19 28 -9 14


Víkingur 1 - 0 Breiðablik:

  • Mörk
    • Víkingur
      • 44: Bjarni Hall

Keflavík 2 - 3 Grindavík:

  • Mörk
    • Keflavík
      • 41: Eysteinn Hauksson
      • 67: Kristján Brooks (víti)
    • Grindavík
      • 3: Grétar Ólafur Hjartarson
      • 64: Scott Ramsey
      • 75: Grétar Ólafur Hjartarson

ÍA 0 - 1 Valur:

  • Mörk
    • Valur
      • 79: Kristinn Lárusson

Leiftur 3 - 3 Fram:

  • Mörk
    • Leiftur
      • 48: Páll V. Gíslason
      • 68: Uni Arge (víti)
      • 76: Alexandre da Silva
    • Fram
      • 36: Ágúst Gylfason
      • 40: Ásmundur Arnarsson
      • 87: Höskuldur Þórhallsson

KR 3 - 0 ÍBV:

Leikurinn sem flestir höfðu beðið eftir var að hefjast, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára mættu KR-ingum sem að sátu á toppi deildarinnar. Liðin höfðu fyrir löngu stungið önnur lið af í deildinni og myndi þessi leikur ráða miklu um hvort liðið yrði Íslandsmeistari. Hátt í sex þúsund manns lögðu leið sína á KR-völlinn til að horfa á leikinn. KR-ingar byrjuðu hægt, og aftarlega og leyfðu Eyjamönnum að hefja leikinn af krafti. Þeir komust þó meir og meir inn í leikinn og tóku loks öll völd á vellinum. Sigþór Júlíusson skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Gífurleg spenna var ríkjandi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Einar Þór Daníelsson fékk vítaspyrnu stuttu eftir að KR-ingar skoruðu fyrsta mark sitt. Birkir Kristinsson varði þó vítaspyrnu Guðmunds Benediktssonar. Fimmtán mínútum síðar fengu Eyjamenn vítaspyrnu og var það markahæsti maður ÍBV, Steingrímur Jóhannesson, sem að tók spyrnuna, en eins og félagi hans í marki ÍBV, varði Kristján Finnbogason spyrnu Jóhannesar. Eyjamenn fylgdu þessu ekki eftir og tóku KR-ingar öll völd á vellinum. Einar Þór Daníelsson skoraði á 41. mínútu og voru KR-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik höfðu Eyjamenn ekki þann styrk sem að þurfti til að brjóta vörn KR-inga á bak aftur, sóknarleikur þeirra var of einhæfur. KR-ingar ráku svo síðasta naglann í kistu ÍBV, þegar að Guðmundur Benediktsson skoraði á 82. mínútu úr víaspyrnu.

Tilvísanir breyta

  1. Leik ÍBV og Vals var frestað til 25. ágúst vegna þáttöku ÍBV í Evrópukeppni meistaraliða