Lúðvík Geirsson (f. 21. apríl 1959) er hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Foreldrar Lúðvíks eru Geir Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og Ásta Lúðvíksdóttir framhaldsskólakennari.

Lúðvík lauk sveinsprófi í bakaraiðn og stúdentsprófi frá Flensborgarskóla árið 1978. Árið 1984 lauk hann BA-prófi í íslensku og bókmenntum frá Háskóla Íslands.

Lúðvík var blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1979 - 1989 og fréttastjóri blaðsins frá 1987- 1989. Hann starfaði hjá Blaðamannafélagi Íslands frá 1989-2002, samhliða kennslustörfum og ritstörfum. Lúðvík var bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði frá 1994-1998, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans 1998-2002 og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og bæjarstjóri í Hafnarfirði frá 2002-2010. Árið 2011 stafaði hann sem ráðgjafi hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en sama ár tók tók sæti á Alþingi þar sem hann sat sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi til ársins 2013[1]. Árið 2016 tók hann við starfi hafnarstjóra Hafnarfjarðarhafnar.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágrip - Lúðvík Geirsson, (skoðað 5. nóvember 2019)
  2. Hafnarfjordur.is, „Lúðvík ráðinn hafnarstjóri“ Geymt 5 nóvember 2019 í Wayback Machine (skoðað 5. nóvember 2019)