Birgir Lúðvíksson
Birgir Lúðvíksson (fæddur 3. maí 1937, látinn 3. febrúar 2021) var íslenskur knattspyrnumaður og fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
breytaBirgir Lúðvíksson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lúðvík Thorberg Þorgeirsson, kaupmaður í Lúllabúð og Guðríður Halldórsdóttir. Árið 1928 var Lúðvík gerður að formanni Knattspynufélagsins Fram, þá aðeins átján ára að aldri, en félagið stóð á brauðfótum. Með honum í stjórn voru þrír mágar hans, bræður Guðríðar: Guðmundur, Sigurður og Ólafur sem allir áttu eftir að gegna formennsku í félaginu.
Með þennan ættgarð kom ekki á óvart að Birgir hæfi ungur æfingar með Fram í handknattleik og knattspyrnu. Varð hann Íslandsmeistari 1962 í fótbolta ásamt tveimur bræðrum sínum, Halldóri og Þorgeiri. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var t.a.m. formaður knattspyrnudeildar í eitt ár 1960-61 á meðan hann var ennþá leikmaður og stýrði handknattleiksdeildinni í samtals ellefu ár, frá 1963-69 og aftur 1976-81. Frá 1986-89 var hann formaður sjálfs félagsins.[1]
Fyrirrennari: Hilmar Guðlaugsson |
|
Eftirmaður: Alfreð Þorsteinsson |