Hólahólar eru forn gígaþyrping norðan við Beruvíkurhraun, á vestanverðu Snæfellsnesi um 14 km frá Hellnum. Einn gíganna er opinn á hlið en botninn er sléttur og gróinn svo minnir helst á geysimikið hringleikahús. Mögulegt er að aka inn í gígþyrpinguna þar sem heitir nú Berudalur.

Hólahólar

Sögur og sagnir

breyta

Eyðibýlið Hólahólar var áður höfuðból þegar útræði var í Dritvík og á Djúpalónssandi, en lagðist í eyði 1880 og síðan hefur huldufólk ráðið þar ríkjum æ síðan að talið er. Skyggnir menn telja sig verða vara við mikla byggð huldufólks og eru til um sögur. Þannig hafa sumir sem brugðið hafa þar á leik heyrt og fundið mikið lófatak og klapp ofan úr hlíðum Berudals og því meira sem mennskir eru þar færri. Getgátur eru um að saman fari núverandi Hólahólar og eldri nafngift, Aðalþegnshólar er segir frá í Bárðar sögu Snæfellsás.

Nálægir staðir

breyta

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 16. júlí 2010.
  • Björn Hróarsson. Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og Menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.