Svalþúfa er stór móbergshöfði skammt austan Lóndranga undir Jökli. Framhluti höfðans ber nafnið Þúfubjarg og er það mikið fuglabjarg. Þó svo Svalþúfa sé að jafnaði vel grasi vaxin, þá má ekki slá það, þar sem höfðinn er talinn vera í eigu álfa.

Svalþúfa
Efst á Svalþúfu er útsýnispallur með gott útsýni yfir á Lóndranga.
LandÍsland
SveitarfélagSnæfellsbær
breyta upplýsingum

Sagan hermir að kölski og Kolbeinn Grímsson hafi háð kvæðaeinvígi á bjargbrúninni og Kolbein sigrað með því að finna nýjan bragarhátt sem við hann er kenndur.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.