Bárðarlaug er sporöskjulaga köld tjörn í gjallgíg vestanvert við veginn að Hellnum. Laugin var friðlýst sem náttúruvætti 1980.

Bárðarlaug

Sögur og sagnir

breyta

Segir sagan að Bárðarlaug sé baðstaður Bárðar Snæfellsáss. Hann mun hafa numið land á Snæfellsnesi og verið af risaættum. Bárður kallað jökulinn Snjófell og Snæfellsnesið Snjófallaströnd. Hann lenti í útistöðum við frændur sína og nágranna og lét sig hverfa en talið er að hann hafi gengið í jökulinn. Upp frá því fóru menn að ákalla hann og hlaut hann þá nafnið Snæfellsás.

Nálægir staðir

breyta

Heimildir

breyta
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 15. júlí 2010.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.