Łódź

(Endurbeint frá Lódz)

Łódź[a] er þriðja stærsta borg Póllands og liggur í miðju landinu í samnefndu héraði. Fólksfjöldinn var um 742.387 árið 2009. Łódź er höfuðborg samnefnds héraðs og liggur um það bil 135 km suðvestan við Varsjá. Skjaldarmerki borgarinnar er bátur, þar sem orðið łódź þýðir „bátur“ á pólsku. Łódź er mikilvæg miðstöð fyrir vefnaðariðnað og raftækjaiðnað, auk og kvikmyndagerðar og afþreyingar. Borgin er líka mikilvæg akademísk og menningarleg miðstöð en þar eru tveir háskólar, þar á meðal kvikmyndaháskóli, og fjöldi leikhúsa, minjasafna og annarra menningarstofnana.

Piotrkowska-gata í Łódź
Łódź

Łódź hefur stækkað mikið undanfarin ár og þar er verið að fjárfesta mikið. Hún hefur stöðuna „powiat“ og íbúarnir á storborgarsvæðinu eru um það bil 1.150.000.

Borgin fékk bæjarréttindi af Vladislav 2. Jagello konungi árið 1423. Samt sem áður var það ekki fyrir 19. öld að Łódź þróaðist í borg, árið 1820 voru áðeins nokkrar þúsundir íbúa þar. Þá breyttist hún í eina stærstu vefnaðariðnaðarborgina í Evrópu og íbúarnir voru hálf milljón rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Útþensla borgarinnar stöðvaði á meðan á heimstyrjöldinni stóð en hún varð óopinber höfuðborg Póllands þangað til Varsjá varð endurbyggð.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Hlusta, borið fram gróflega „wútsj“. Oft ritað Lodz á íslensku.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.