Líffræðileg sálfræði

Líffræðileg sálfræði fæst við rannsóknir á líffræðilegum undirstöðum hegðunar og hugarstarfs. Rannsóknir eru meðal annars gerðar með því að áreita taugakerfi mannslíkamanns á ákveðinn hátt og rannsaka viðbrögðin, en til þessarra rannsókna er notast við tækni sem mælir virkni taugakerfisins (t.d. fMRI, EEG og MEG). Einnig eru stundaðar rannsóknir á erfðum og áhrifum þeirra á líkindi þess að fá sjúkdóma. Menn stunda einnig rannsóknir á þeim sem hafa verið ættleiddir inn í aðra fjölskyldu til að finna hversu mikið erfðir annars vegar og umhverfi hins vegar hafa að segja í því að fá tiltekinn sjúkdóm.

Sálfræði
Sögubrot
Ártöl í sögu bandarískrar sálfræði
Ártöl í sögu íslenskrar sálfræði
Helstu undirgreinar
Félagssálfræði
Hagnýtt sálfræði
Hugræn sálfræði
Námssálfræði
Tilraunasálfræði
Klínísk sálfræði
Líffræðileg sálfræði
Málsálfræði
Þroskasálfræði
Þróunarsálfræði
Listar
Sálfræðileg rit
Sálfræðileg efni

Viðfangsefni líffræðilegrar sálfræði eru mjög svipuð viðfangsefnum taugavísinda, og því er erfitt að segja til um hvort um sömu grein er að ræða eða að lífræðileg sálfræði sé undirgrein taugavísinda.

Heimild breyta

  • „Biological psychology“. Sótt 4. maí 2006.