Taugavísindi
Taugavísindi er vísindagrein sem hefur taugakerfið sem meginviðfangsefni. Taugavísindi hafa til umfjöllunar byggingu taugakerfisins, virkni þess og þroska, lífefnafræði þess og lífeðlisfræði, og meinafræði taugakerfisins og áhrif lyfja á það. Taugavísindi hafa yfirleitt verið talin til lífvísinda, en greinin hefur á seinni árum orðið þverfaglegri og tengist nú greinum á borð við sálfræði, tölvunarfræði, tölfræði, eðlisfræði og læknisfræði nánum böndum.