Sálfræði sem tilraunasvið hófst árið 1854 í Leipzig í Þýskalandi þegar Gustav Fechner bjó til fyrstu kenninguna um hvernig dómar um skynreynslu eru gerðar og hvernig gera má tilraunir á þeim.

Helstu ártöl í sögu bandarískrar sálfræði breyta

  • 1890 - Bók Williams James „Principles of psychology“ kemur út. Hann var einn af helstu frumkvöðlum sálfræðinnar. Hann var fyrstur til að setja upp tilraunastofu í sálfræði vestanhafs og til að kenna þar á háskóla námskeiði sálfræði auk þess sem hann skrifaði fyrstu bandarísku kennslubókina en það er einmitt “Prinxiples of psychology”.
  • 1898 - Edward Thorndike gerir fyrstu rannskóknirnar á dýrum við tilrauna aðstæður. Hann setur fram árangurslögmálið en það er fjallar um meðal annars þegar hann lagði mismunandi þrautir fyrir ýmis dýr. Hann byrti tilraunir sínar í bók undir heitinu „Animal intelligence: an seperimental study of a associative processes in animals“.
  • 1913 - John B. Watson setur fram stefnuskrá atferlisstefnunnar. Atferlisstefnan er bandarísk eins og hlutverksstefnan. Þar er meigináhersla lögð á vísindalegar aðferðir og rannsóknir á atferli en ekki hugarstarfsemi.
  • 1938 - „The behavior of organisms“ eftir Burrhus Fredrick Skinner kemur út en þar setur hann fram meginhugtök virkrar skilyrðingar. Skinner taldi að hugmyndin um frjálsan vilja væri hreinn uppspuni sem væri til komin venga þess að mönnum yxi í augum að skýra svo flókið fyrirbæri sem mannlegt atferli er.
  • 1956 - George A. Miller skrifar greinina „The magical number seven, plus or minus two“, eða: Töfratalan 7 plús eða mínus 2; eitt af því sem markar upphaf hugrænnar sálfræði. En með henni vísar hann til þeirrar staðreyndar að skammtímaminni manna ræður að jafnaði ekki við fleiri en 7 plús eða mínus 2 atriði í einu.
  • 1958Herbert Simon og félagar skrifa greinina „Elements of human problem solving“ - Gervigreind setur mark sitt á sálfræðina.
  • 1959 – Ritdómur Chomskys um bókina „Verbal behavior“ birtist. Takmörk atferlishyggju kemur í ljós.