Klínísk sálfræði

Í augum flestra er klínísk sálfræði hin dæmigerða sálfræði. Klínískir sálfræðingar fást við greiningu og meðferð tilfinninga- og hegðunarvandamála, svo sem geðsjúkdóma, geðraskana, unglingavandamála, missætti innan fjölskyldna og margra annarra vandamála.

Sálfræði
Sögubrot
Ártöl í sögu bandarískrar sálfræði
Ártöl í sögu íslenskrar sálfræði
Helstu undirgreinar
Félagssálfræði
Hagnýtt sálfræði
Hugræn sálfræði
Námssálfræði
Tilraunasálfræði
Klínísk sálfræði
Líffræðileg sálfræði
Málsálfræði
Þroskasálfræði
Þróunarsálfræði
Listar
Sálfræðileg rit
Sálfræðileg efni

Klínísk sálfræði byggist á að nýta lögmál sálfræðinnar við að greina og vinna á vandamálum; margar stefnur eru í gangi innan klínísku sálfræðinnar og er mismunandi hvaða aðferðum sálfræðingar beita við að leysa vandamál fólks. Oft vinna þeir í samstarfi við geðlækna og/eða aðra sálfræðinga við að finna lausnir að vandamálunum. En þó klínískir sálfræðingar læri mikið um lyf, þá mega þeir í flestum löndum ekki skrifa uppá þau, það fellur í hlut geðlækna.

Klínískir sálfræðingar vinna á mörgum vettvöngum, svo sem á geðsjúkrahúsum, í fangelsum og meðal unglinga en oft vinna þeir sjálfstætt.

Sjá einnig: Sálfræðimeðferð.