Kristján 6.
Kristján 6. (30. nóvember 1699 – 6. ágúst 1746) tók við sem Dansk-norska ríkisins við lát föður síns Friðriks 4. 12. október 1730. Hann er þekktastur fyrir að hafa innleitt vistarbandið í Danmörku vegna þrýstings frá landeigendum sem skorti vinnuafl á tímum efnahagslegrar lægðar. Eitt af fyrstu embættisverkum hans var að svipta seinni konu föður síns meirihluta af arfi sínum og senda hana til herragarðsins í Clausholm þaðan sem faðir hans hafði numið hana á brott.
| ||||
Kristján 6.
| ||||
Ríkisár | 12. október 1730 - 6. ágúst 1746 | |||
Skírnarnafn | Christian Oldenburg | |||
Kjörorð | Deo et Populo | |||
Fæddur | 30. nóvember 1699 | |||
Kaupmannahafnarhöll | ||||
Dáinn | 6. ágúst 1746 (46 ára) | |||
Hørsholm-höll | ||||
Gröf | Hróarskeldudómkirkja | |||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Friðrik IV | |||
Móðir | Louise af Mecklenburg-Güstrow | |||
Drottning | (1721) Sophie Magdalene af Brandenburg-Kulmbach | |||
Börn |
|
Kristján og drottningin, Sophie Magdalene af Brandenburg-Kulmbach, voru trúuð og aðhylltust píetisma. Kristján lét banna allar skemmtanir á sunnudögum og 1735 gaf hann út helgidagatilskipun þar sem kirkjusókn varð skylda, að viðlögðum refsingum. 1736 gaf hann út tilskipun um að fermingar væru skylda. Hann þótti innhverfur og þunglyndur og hélt sig mest heima við sem gerði hann óvinsælan.
Hann lét reisa margar nýjar byggingar til að undirstrika konungsvaldið svo sem Eremitage og upphafið að Kristjánsborgarhöll. Þessar framkvæmdir voru fjármagnaðar með tekjum af Eyrarsundstollinum en áttu sinn þátt í að veikja efnahagslífið enn frekar. 1736 var Kúrantbankinn, forveri danska seðlabankans, stofnaður.
Fyrirrennari: Friðrik 4. |
|
Eftirmaður: Friðrik 5. |