Jónas Kristjánsson (f. 1940)
Jónas Kristjánsson (fæddur 5. febrúar 1940, dáinn 29. júní 2018) var íslenskur blaðamaður og var ritstjóri 1967-2006. Hann var einnig höfundur margra bóka um hross og ferðalög og var ritstjóri gagnabanka á vefnum um ferðalög, hross og reiðleiðir. Hann kenndi blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík 2006-2008.[1] Starfssaga hans kom út 2009.
Jónas Kristjánsson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristján Jónasson (f. 12. maí 1914, d. 27. júlí 1947) læknir og Anna Pétursdóttir (f. 11. júní 1915, d. 24. september 1976) bókari. Kristján var sonur Jónasar Kristjánssonar læknis, alþingismanns og stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands.
Eiginkona Jónasar var Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, sem lést 14. júlí 2016.[2]
Náms- og starfsferill
breytaJónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og var þar ritstjóri Skólablaðsins í fimmta bekk. Hann stundaði nám í félagsfræði í Vestur-Berlín 1959-1961, lauk BA-prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands 1966.
Blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1967. Ritstjóri Vísis 1967-1975. Ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. Útgáfustjóri Eiðfaxa 2003-2005. Ritstjóri DV 2005-2006. Háskólakennari í blaðamennsku 2006-2008.
Félagsstörf
breytaJónas hefur verið formaður:
- Blaðamannafélags Íslands
- Íslandsnefndar International Press Institute
- Rotaryklúbbs Seltjarnarness
- Skólanefndar Seltjarnarness og
- Fræðsluráðs Reykjanesumdæmis.
Ritstörf
breyta
|
|
|
*1001 þjóðleið, 2011, 2. útg. 2016 |
Forustugreinar í dagblöðum, rúmlega 4000 greinar allar götur frá 1973, allar endurbirtar á veraldarvefnum (jonas.is). Veitingarýni í blöðum og tímaritum, rúmlega 500 greinar allar götur frá 1980, allar endurbirtar á veraldarvefnum (jonas.is). Gagnabanki um hross á veraldarvefnum (www.hestur.is). Tæplega 300 fyrirlestrar í blaðamennsku birtir á www.jonas.is.
Ferðarýni á veraldarvefnum (traveltest.is). Gagnabanki um fornar og nýjar reiðleiðir á veraldarvefnum (www.jonas.is/reiðleiðir). Daglegt blogg á veraldarvefnum (www.jonas.is), alls um 23.000 greinar.
Heimildir
breyta- Íslenskir samtíðarmenn, 2003.
- ↑ Sylvía Hall (30 júní 2018). „Jónas Kristjánsson látinn“. Vísir.is. Sótt 30 júní 2018.
- ↑ Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir (30 júní 2018). „Jónas Kristjánsson ritstjóri látinn“. RÚV. Sótt 30 júní 2018.