Lýðveldið Kongó

land í Mið-Afríku
(Endurbeint frá Kongó-Brazzaville)

Lýðveldið Kongó, einnig kallað Vestur-Kongó eða Kongó-Brazzaville (til aðgreiningar frá Austur-Kongó sem áður hét Saír) er land í Mið-Afríku. Það á landamæri að Gabon, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, og Angóla.

République du Congo
Fáni Lýðveldisins Kongó Skjaldarmerki Lýðveldisins Kongó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unité, Travail, Progrès
(franska: Eining, vinna, framfarir)
Þjóðsöngur:
La Congolaise
Staðsetning Lýðveldisins Kongó
Höfuðborg Brazzaville
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Denis Sassou-Nguesso
Forsætisráðherra Anatole Collinet Makosso
Sjálfstæði
 • frá Frakklandi 15. ágúst, 1960 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
64. sæti
342.000 km²
3,3
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
117. sæti
5.244.359
12,8/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 32,516 millj. dala (150. sæti)
 • Á mann 7.119 dalir (145. sæti)
VÞL (2019) 0.574 (149. sæti)
Gjaldmiðill CFA-franki
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .cg
Landsnúmer +242

Lýðveldið Kongó var áður frönsk nýlenda sem hét Franska Kongó og fékk sjálfstæði 1960. Eftir valdarán undir forystu herforingjans Marien Ngouabi árið 1968 var landið gert að Alþýðulýðveldinu Kongó og tekin upp náin stjórnmálatengsl við Sovétríkin og Austurblokkina. Árið 1977 var Ngouabi myrtur og við tók herforingjastjórn sem ríkti yfir landinu til 1992. Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins var Pascal Lissouba. Deilur milli hans og forsetaframbjóðandans (og fyrrum forsetans) Denis Sassou Nguesso í aðdraganda forsetakosninga 1997 leiddu til vopnaðra átaka. Sassou náði völdum með aðstoð herliðs frá Angóla. Sassou gerði breytingar á stjórnarskrá landsins sem juku völd forseta og lengdu kjörtímabil hans. Breytingarnar, og þær kosningar sem haldnar hafa verið síðan, hafa verið harkalega gagnrýndar af alþjóðasamtökum.

Stórir hlutar Lýðveldisins Kongó eru regnskógar. Langflestir íbúar Vestur-Kongó búa í suðvesturhluta landsins. Íbúar tala 62 ólík tungumál. Um helmingur þeirra eru rómversk-kaþólskir og um 40% aðhyllast mótmælendatrú. Efnahagslíf Lýðveldisins Kongó byggist aðallega á olíuútflutningi og timbri. Landið á mikið af auðlindum í jörð (fosfat, gull og aðrir málmar) sem eru að miklu leyti ónýttar.

Lýðveldið Kongó heitir eftir Kongófljóti sem aftur dregur nafn sitt af Kongóveldinu, ríki sem stóð við ósa fljótsins þegar Portúgalar komu þangað 1483[1] eða 1484.[2] Nafn ríkisins var dregið af heiti íbúa þess, Bakongum, sem er talið merkja „veiðimenn“ (kongóska: mukongo, nkongo).[3]

Þegar landið var frönsk nýlenda hét hún Franska Kongó eða „Mið-Kongó“. Landið var stundum áður nefnt eftir höfuðborg sinni, „Kongó (Brazzaville)“ eða „Kongó-Brazzaville“ til að aðgreina það frá nágrannaríkinu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Höfuðborgin Brazzaville dregur nafn sitt af stofnanda nýlendunnar, Pierre Savorgnan de Brazza, ítölskum aðalsmanni sem kenndi sig við bæinn Brazzacco í sveitarfélaginu Moruzzo. Nafnið kemur úr latínu, Brattius eða Braccius sem merkja „handleggur“.[4]

Landfræði

breyta

Í Lýðveldinu Kongó er fjölbrett landslag, frá gresjum í flóðskógum Norður-Niari, að Kongófljóti, að fjöllum og frumskógum Mayombe að 170 km langri strönd að Atlantshafi.[5]

Lýðveldið Kongó er í miðvesturhluta Afríku sunnan Sahara, við miðbaug, milli 4. og 5. breiddargráðu norður og 11. og 19. lengdargráðu austur. Lýðstjórnarlýðveldið Kongó liggur sunnan og austan við það, og angólska útlendan Cabinda í suðvestri.

Höfuðborgin, Brazzaville, er við Kongófljótið í suðurhluta landsins, beint á móti Kinsasa, höfuðborg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.

Í suðvesturhluta landsins er strandslétta þar sem Kouilou-Niari-á rennur út í sjó. Inni í landi er miðháslétta milli tveggja vatnasviða í suðri og norðri. Skóglendi er nýtt af vaxandi krafti.[6] Lýðveldið Kongó fékk meðaleinkunnina 8,89 af 10 og var í 12. sæti á heimsvísu á vísitölunni Forest Landscape Integrity Index árið 2018.[7]

Landið er við miðbaug og veðurfar er því að mestu eins árið um kring. Meðaldagshiti er 24˚C og næturhiti milli 16˚ og 21˚C. Meðalúrkoma er milli 1.100 mm í Niari-dal í suðri að yfir 2.000 mm í miðhlutum landsins. Þurrkatímabilið er frá júní til ágúst. Í stærstum hluta landsins eru tvö úrkomuhámörk, eitt í mars til maí og annað í september til nóvember.[8]

Árin 2006-2007 rannsökuðu vísindamenn frá Wildlife Conservation Society górillur í þéttu skóglendi í Ouesso-umdæmi í Sangha-héraði. Þeir áætluðu að 125.000 vestrænar láglendisgórillur byggju þar í tiltölulega mikilli einangrun frá mönnum út af mýrlendi sem umkringir þær.[9]

Stjórnmál

breyta

Stjórnsýslueiningar

breyta

Lýðveldið Kongó skiptist í 12 sýslur (départements) sem aftur skiptast í sveitarfélög og umdæmi:

 
Kort sem sýnir 12 sýslur Lýðveldisins Kongó.

Tilvísanir

breyta
  1. Gates, Louis & Appiah, Anthony. Africana: The Encyclopedia of the African and African American Experience, p. 1105. 1999.
  2. Olson, James S. & Shadle, Robert. Historical Dictionary of European Imperialism, p. 225. Greenwood Publishing Grp., 1991. ISBN 0-313-26257-8.
  3. Bentley, Wm. Holman. Pioneering on the Congo. Fleming H. Revell Co., 1900.
  4. Frau, Giovanni Dizionario Toponomastico Friuli-Venezia Giulia. Istituto per l'Enciclopedia del Friuli-Venezia Giulia, 1978.
  5. Moen, John. „Congo Geography“. www.worldatlas.com. World Atlas. Sótt 21. mars 2020.
  6. Map: Situation de l'exploitation forestière en République du Congo Geymt 14 janúar 2009 í Wayback Machine. (PDF) . Retrieved on 25 February 2013.
  7. Grantham, H. S.; Duncan, A.; Evans, T. D.; Jones, K. R.; Beyer, H. L.; Schuster, R.; Walston, J.; Ray, J. C.; Robinson, J. G.; Callow, M.; Clements, T.; Costa, H. M.; DeGemmis, A.; Elsen, P. R.; Ervin, J.; Franco, P.; Goldman, E.; Goetz, S.; Hansen, A.; Hofsvang, E.; Jantz, P.; Jupiter, S.; Kang, A.; Langhammer, P.; Laurance, W. F.; Lieberman, S.; Linkie, M.; Malhi, Y.; Maxwell, S.; Mendez, M.; Mittermeier, R.; Murray, N. J.; Possingham, H.; Radachowsky, J.; Saatchi, S.; Samper, C.; Silverman, J.; Shapiro, A.; Strassburg, B.; Stevens, T.; Stokes, E.; Taylor, R.; Tear, T.; Tizard, R.; Venter, O.; Visconti, P.; Wang, S.; Watson, J. E. M. (2020). „Anthropogenic modification of forests means only 40% of remaining forests have high ecosystem integrity - Supplementary Material“. Nature Communications. 11 (1): 5978. doi:10.1038/s41467-020-19493-3. ISSN 2041-1723. PMC 7723057. PMID 33293507.
  8. Samba G.; Nganga D.; Mpounza M. (2008). „Rainfall and temperature variations over Congo-Brazzaville between 1950 and 1998“. Theoretical and Applied Climatology. 91 (1–4): 85–97. Bibcode:2008ThApC..91...85S. doi:10.1007/s00704-007-0298-0. S2CID 120659948.
  9. 'Mother Lode' Of Gorillas Found In Congo Forests : NPR“. NPR.org. Afrit af uppruna á 28. ágúst 2008. Sótt 15. ágúst 2008.
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.