Karl 3. Bretakonungur

konungur Bretlands og breska samveldisins
(Endurbeint frá Karl 3. Bretlandskonungur)

Karl 3. (Charles Philip Arthur George, áður Karl, prinsinn af Wales) (f. 14. nóvember 1948), er konungur Bretlands og fjórtán annarra ríkja í samveldinu. Hann er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og Filippusar prins. Áður en hann erfði ríkið af móður sinni var Karl einnig hertogi af Cornwall og hertogi af Rothesay í Skotlandi. Hann var jafnframt hertogi af Edinborg frá andláti föður síns árið 2021 þar til hann tók við krúnunni árið 2022.

Skjaldarmerki Windsor-ætt Konungur Bretlands og
samveldisins
Windsor-ætt
Karl 3. Bretakonungur
Karl 3.
Ríkisár 8. september 2022
SkírnarnafnCharles Philip Arthur George
Ættarnafn:
Mountbatten–Windsor
Fæddur14. nóvember 1948 (1948-11-14) (76 ára)
 Buckinghamhöll, London
Konungsfjölskyldan
Faðir Filippus prins, hertogi af Edinborg
Móðir Elísabet II Bretadrottning
Eiginkonur1. Díana prinsessa af Wales,
fædd Lafði Díana Spencer
2. Kamilla drottning,  fædd Camilla Shand
BörnKarls og Díönu prinsessu:

Æviágrip

breyta

Karl er fæddur árið 1948 og var frumburður foreldra sinna, Elísabetar og Filippusar. Elísabet varð drottning Bretlands árið 1952 og Karl varð því erfingi að bresku krúnunni þegar hann var aðeins þriggja ára gamall. Hann hlaut titilinn prins af Wales árið 1969 og átti eftir að bæta við sig fleiri aðalstitlum gegnum árin.[1]

Árið 1970 útskrifaðist Karl með tvöfalda BA-gráðu úr námi í fornleifafræði og mannfræði. Hann varði einu ári í skiptinám í Wales til að læra velsku. Karl gegndi þjónustu í breska flughernum og sjóhernum frá 1971 til 1976.[1]

Valdatíð (2022–)

breyta

Við dauða móður sinnar Elísabetar 2. þann 8. september 2022 tók Karl við konungdómi. Líkt og móðir sín hélt hann skírnarnafni sínu þegar hann tók við krúnunni og gengur því undir nafninu Karl 3. konungur.[2]

Karl var formlega krýndur konungur þann 6. maí árið 2023.[3]

Karl greindist með krabbamein í febrúar 2024 og tilkynnti að hann hygðist hefja meðferð gegn því.[4]

Fjölskylda

breyta

29. júlí 1981 giftist Karl fyrri konunni sinni, Lafði Díönu Spencer að viðstöddum 3.500 gestum í Dómkirkju Heilags Páls í Lundúnum. Brúðkaupið var sent út í sjónvarpi og er áætlað að um 750 milljón manns hafi horft á athöfnina. Þau eiga tvo syni:

Hjónaband Karls og Díönu var ekki hamingjusamt þegar á leið og stóðu þau bæði í framhjáhaldi. Þau skildu árið 1996.

Þekktasta frilla Karls var Camilla Parker-Bowles sem er núverandi eiginkona hans en þau giftu sig árið 2005.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Sonja Sif Þórólfsdóttir (9. september 2022). „Hver er Karl?“. mbl.is. Sótt 9. september 2022.
  2. Vésteinn Örn Pétursson (8. september 2022). „Verður Karl III Bret­lands­konungur“. Vísir. Sótt 8. september 2022.
  3. „Karl III. krýndur Bretakonungur“. mbl.is. 6. maí 2023. Sótt 6. maí 2023.
  4. Magnús Jochum Pálsson (5. febrúar 2024). „Karl Breta­konungur með krabba­mein“. Vísir. Sótt 5. febrúar 2024.


Fyrirrennari:
Elísabet 2.
Bretakonungur
(8. september 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.