Kögun hf
Kögun hf er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað í Reykjavík þann 29. desember 1988. Fyrirtækið var stofnað fyrir tilstilli utanríkisráðuneytisins til að taka þátt í smíði íslenska loftvarnarkerfisins, öðru nafni IADS-ratsjárkerfið, sem var byggt upp á vegum NATO. IADS stendur fyrir Iceland Air Defense System. Kerfið var komið í gagnið 1994, og eftir það sáu Íslendingar alfarið um rekstur þess undir stjórn Ratsjárstofnunar, en Kögun hf var undirverktaki stofnunarinnar og sá um viðhald og þróun hugbúnaðar IADS.
Forstjóri fyrirtækisins lengst af var Gunnlaugur Sigmundsson en árin 2006 - 2009 var Bjarni Birgisson forstjóri. Gunnlaugur er faðir Sigmundar Davíðs alþingismanns. Kögun var sameinað Skýrr í nóvember 2009 ásamt fleiri upplýsingatæknifélögum og er í dag hluti af Advania hf.
Upphaf félagsins
breytaVarnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, Þróunarfélag Íslands hf og Félag íslenskra iðnrekenda, forveri Samtaka iðnaðarins, komu að stofnun Kögunar í samráði við ýmis hugbúnaðarfyrirtæki. Utanríkisráðherra á þessum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson. Við stofnun átti Þróunarfélag Íslands hf 70% hlutafjár, en 37 hugbúnaðarfyrirtæki innan FÍI áttu 0,7% hlut hvert. Þá átti FÍI sjálft lítinn hlut í fyrirtækinu. Hlutafé við stofnun var 20 milljónir króna. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þeir Geir Gunnlaugsson, Gunnlaugur Sigmundsson, Þorgeir Pálsson, Sigurður Hjaltason og Örn Karlsson. Fyrsti stjórnarformaður var Gunnlaugur Sigmundsson. Hann varð síðar forstjóri fyrirtæksins.
Starfsemi Kögunar var fyrstu árin aðallega í Bandaríkjunum í samvinnu við Hughes Aircraft Company, Computer Sciences Corporation, ASEA Brown Boveri og fleiri fyrirtæki. Árið 1993 seldi Þróunarfélagið hlut sinn í fyrirtækinu til félagsins sjálfs og starfsmanna þess. Árið 1995 fluttist starfsemin að mestu til Íslands. Fyrirtækið varð síðan umboðsaðili Navision á Íslandi. Árið 1996 var fyrirtækið skráð á Opna tilboðsmarkaðinn, en árið 2000 voru hlutabréf þess skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1997 hækkaði gengi hlutabréfa fyrirtæksins um 277 prósent og hafði þá hækkað um 400 prósent frá fyrstu skráningu.
Þórhallur Vilmundarson hjá Örnefnastofnun kom með tillögu að nafni félagsins. Kögun merkir "að litast um" eða "skima", samanber örnefnið Kögunarhóll, sem þýðir útsýnishæð.
Tenglar
breyta- Heimasíða Kögunar
- „Beðið við símann í Kögun“; grein í Fréttablaðinu 2006
- „Kögun sækir inn í Noreg“; grein í Fréttablaðinu 2005
- „Kögun hyggur á frekari kaup á fyrirtækjum“; grein í Morgunblaðinu 2005
- „Háflug“; grein í Frjálsri verslun 2000
- „Löglegt? Siðlegt?“; grein í Morgunblaðinu 1998
- „Erlend verkefni vega upp samdrátt innanlands“; grein í Morgunblaðinu 1997
- „Söluvaran er kollurinn á fólkinu“; grein í DV 1997
- „Hönnun og smíði loftvarnakerfisins flutt til Íslands“; grein í Morgunblaðinu 1995
- „Bréfin ekki markaðsvara“; grein í Helgarpóstinum 1995
- „Þingmaðurinn að eignast kögun“; grein í Helgarpóstinum 1995
- „Seldi sjálfum sér kögun“; grein í Helgarpóstinum 1995
- „Þróunarfélagið hefur selt meirihlutann í Kögun“; grein í Morgunblaðinu 1993
- „Kögun verður almenningshlutafélag eftir 1995“; grein í Morgunblaðinu 1990
- Teitur Atlason sýknaður
- Gunnlaugur ekki beðinn afsökunar að sögn Styrmis
- Umfjöllun Teits eða upprifjun?
- Gunnlaugur Sigmundsson: Sætti persónulegum árásum vegna barna minna Geymt 24 júní 2016 í Wayback Machine
- Hahaha, Gunnlaugur M. Sigmundsson Geymt 19 desember 2014 í Wayback Machine