Kílógramm
Kílógramm eða kíló er grunneining SI-kerfisins fyrir massa, táknuð með kg.
Nokkrar mælieiningar eru notaðar til að mæla massa sem eru nátengdar kílógramminu:
- 1 tonn er 1000 kílógrömm. (Samkvæmt forskeytum í SI–kerfinu ætti þetta réttilega að heita megagramm en í daglegu tali er tonn algengara.)
- 1 gramm er 1/1000 úr kílógrammi.
- 1 milligramm er 1/1000000 (einn–milljónasti) úr kílógrammi eða 1/1000 (einn–þúsundasti) úr grammi.
Kílógrammið var upphaflega skilgreint sem massi 1 lítra af vatni við 4° Celsius og 1 atm (staðalaðstæður þrýstings). Þessi skilgreining olli nokkrum vandkvæðum þar sem þéttleiki vatns er háður þrýstingi og þrýstingur er háður massa (og þannig er skilgreiningin á mælieiningunni orðin háð sjálfri sér).
Kílógrammið var því endurskilgreint sem massi ákveðins sívalnings úr Platiníu og Iridíum, sem er geymdur í Bureau International des Poids et Mesures.
Algengur misskilningur er að kílógrammið sé mælieining á þyngdar, þegar þyngd er í eðlisfræðilegum skilningi kraftur og er þá mæld í SI-einingunni njúton.
Undirmargfeldi | Margfeldi | |||||
---|---|---|---|---|---|---|
Gildi | Tákn | Nafn | Gildi | Tákn | Nafn | |
10–1 g | dg | desigramm | 101 g | dag | dekagramm | |
10–2 g | cg | sentigramm | 102 g | hg | hektógramm | |
10–3 g | mg | milligramm | 103 g | kg | kílógramm | |
10–6 g | μg | míkrógramm | 106 g | Mg | megagramm (tonn) | |
10–9 g | ng | nanógramm | 109 g | Gg | gigagramm | |
10–12 g | pg | píkógramm | 1012 g | Tg | teragramm | |
10–15 g | fg | femtógramm | 1015 g | Pg | petagramm | |
10–18 g | ag | attógramm | 1018 g | Eg | exagramm | |
10–21 g | zg | zeptógramm | 1021 g | Zg | zettagramm | |
10–24 g | yg | yoktógramm | 1024 g | Yg | yottagramm | |
Almenn greining eru feitletruð. |