Loftþyngd

mælieining fyrir þrýsting
(Endurbeint frá Atm)

Loftþyngd er mælieining fyrir þrýsting, táknuð með atm. Mælieiningin loftþyngd á uppruna sinn í mælingum á loftþrýstingi með kvikasilfursloftvog og er skilgreind út frá staðalaðstæðum, sem sá þrýstingur sem 760 mm lóðrétt kvikasilfurssúla veldur á undirlagið.

Breytingar í loftþrýstingi eru mældar í einingunni millimetra kvikasilfurs, táknaður með mmHg, en sú mælieining hefur síðar hlotið nafni torr. Loftþyngd er ekki SI-mælieining, en ein loftþyngd (760 torr) jafngildir 1013,25 hektópaskölum, sem er algengasta mælieining loftþrýstings núorðið.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.