Lítri
Lítri (skammstafað sem l eða ltr) er lagarmálseining. Einn lítri jafngildir einum rúmdesimetra, þ.e. 1 l = 1 dm³. Lítrar eru fyrst og fremst notaðir til að mæla minni háttar vökvamagni, en sé um mikið magn að ræða eru notaðar stærri rúmmálseiningar, eins og rúmmetrar.
Afleiddar einingar lítra eru með smækkunar- og stækkunarforskeytum þessar: millilítri, sentilítri, desilítri, (lítri), dekalítri, hektólítri, kílólítri. Í hverju skrefi er tíföld stækkun. Þannig eru 1000 millilítrar í einum lítra og 10000 sentilítrar í einum hektólítra, svo að dæmi séu tekin. Lítið vökvamagn eins og til dæmis fljótandi lyf er að jafnaði mælt í millilítrum. Áfengisskammtar eru mældir í sentilítrum (1 einfaldur = 3 sentilítrar). Við matargerð og bakstur er iðulega miðað við desilítra. Menn kaupa mjólk og bensín í lítratali og heitt vatn frá hitaveitu í lítrum á mínútu. Dekalítraeiningin sést nánast aldrei notuð og hektólítrar sjaldan. Kílólítri (kl) er ekki notaður vegna þess að 1 kl jafngildir 1 rúmmmetra og menn nota heldur rúmmetra.
Lítri tengist metrakerfinu samkvæmt skilgreiningu, en er ekki SI-mælieining. Margar Evrópuþjóðir nota lítra, nema helst Bretar og Bandaríkjamenn, sem nota lagarmálseiningarnar fluid ounce, pint, quarter, gallon o.s.frv. (Ath. að munur er á breskum og bandarískum lagarmálseiningum með sama heiti, en að jafnaði eru þær bresku stærri en þær bandarísku.)
Margfeldi
breytaMargfeldi | Nafn | Tákn | Jafngilt rúmmál | Margfeldi | Nafn | Tákn | Jafngilt rúmmál | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
100 L | lítri | l | L | dm³ | rúmdesimetri | |||||||
101 L | dekalítri | dal | daL | (10 dm³) | 10–1 L | desilítri | dl | dL | (100 cm³) | |||
102 L | hektólítri | hl | hL | (100 dm³) | 10–2 L | sentilítri | cl | cL | (10 cm³) | |||
103 L | kílólítri | kl | kL | m³ | rúmmetri | 10–3 L | millilítri | ml | mL | cm³ | rúmsentimetri (cc) | |
106 L | megalítri | Ml | ML | dam³ | rúmdekametri | 10–6 L | míkrólítri | µl | µL | mm³ | rúmmillimetri | |
109 L | gígalítri | Gl | GL | hm³ | rúmhektómetri | 10–9 L | nanólítri | nl | nL | 106 µm³ | 1 miljón rúmmíkrómetri | |
1012 L | teralítri | Tl | TL | km³ | rúmkílómetri | 10–12 L | píkólítri | pl | pL | 103 µm³ | 1 þúsund rúmmíkrómetrar | |
1015 L | petalítri | Pl | PL | 103 km³ | 1 þúsund rúmkílómetrar | 10–15 L | femtólítri | fl | fL | µm³ | rúmmíkrómetri | |
1018 L | exalítri | El | EL | 106 km³ | 1 milljón rúmkílómetrar | 10–18 L | attólítri | al | aL | 106 nm³ | 1 milljón rúmnanómetrar | |
1021 L | zettalítri | Zl | ZL | Mm³ | rúmmegametri | 10–21 L | zeptólítri | zl | zL | 103 nm³ | 1 þúsund rúmnanómetrar | |
1024 L | yottalítri | Yl | YL | 103 Mm³ | 1 þúsund rúmmegametrar | 10–24 L | yoktólítri | yl | yL | nm³ | rúmnanómetri |