Njúton
Njúton (enska newton) er SI-mælieining krafts, táknuð með N. Nefnd eftir breska stærð- og eðlisfræðingnum Isaac Newton. Eitt njúton er sá kraftur sem veldur hröðuninni einum metra á sekúndu á sekúndu þegar hann verkar á hlut með massa eitt kílógramm, þ.e. 1 N = 1 kg m/s2.
Á yfirborði jarðar togar þyngdaraflið í 1 kg hlut með kraftinum 9,8 N, svo þegar hlutur fellur til jarðar er hröðun hans 9,8 m/s2.
Skilgreining
breytaNjúton er stærð krafts sem þarf til að hraða ákveðnu magni af eins kílógramma massa einn meter á sekúndu í öðru.
Newton í undirstöðueiningum:
Yfirfærslur á milli eininga
breytaÞessi SI eining er nefnd eftir Isaac Newton. Eins og með allar aðrar SI einingar, sem eru nefndar eru eftir mönnum, þá er fyrsti stafurinn í tákninu ritaður með hástaf (N). Hinsvegar byrja heiti SI einingar á lágstaf (njúton). Undantekning sem fylgir reglunni er „gráða Celsíus“. — Sjá The International System of Units, hluta 5.2.
|