Josiah Child

enskur kaupmaður og hagfræðingur (1630-1699)

Ævi og störf

breyta

Josiah Child fæðist árið 1630, móðir hans var Elizabeth Roycraft og faðir hans Richard Child sem var kaupmaður sem lést árið 1639. Child kenndi nýliða inn á fjölskyldufyrirtækið sem tókst svo loks eftir erfiðleika [1]. Josiah Child varð síðan birgir matvæla fyrir sjóherin og skapaði hann sinn fyrsta auð við það starf. Child fór úr því starfi yfir í að vera birgir matvæla fyrir konunglega sjóherin árið 1670 og var það tíminn sem ferilinn hans fór að blómstra [2].

Vegna starfsins við konunglega sjóherin gafst honum það tækifæri verða stofnhluthafi hjá “The Royal African company”. Child keypti hlutabréf í Austur-Indíafélaginu árið 1671 sem varð til þess að árið 1679 var hann orðinn stærsti hluthafi félagsins. Child var í stjórn félagsins alveg fram að andláti hans (1674-1699), það að eiga hlutabréfi veitti honum vald og var hann því lengi í stjórn þess [2].

Kenningar um hagfræði

breyta

Merkantilsmi var ríkjandi á milli sextándu og átjándu aldar. Merkantilsmi var sú hagfræðistefna sem lagði áherslu á mikilvægi viðskiptaafgangs, söfnun auðs í formi gulls og silfur, og að þjóðríki ætti að hafa efnahagsleg völd í eigin höndum. Merkantalism hugsun felur í sér að hagkerfið skuli stjórnað með það markmið að styrkja vald ríkisins miðað við aðrar þjóðir. Merkantalsima er stundum líkt við setninguna „hræðslu við vörur“, vegna þess að talið var mikilvægara að selja vörur en að kaupa [3].

Child var með góðan skilning á viðskiptafræðinni og grundvallar atriðum hennar og fannst honum léleg frammistaða ekki sættanleg. Child var góður og áhrifamikill talsmaður fyrir fyrirtækið, hann reyndi að sannfæra stjórnmálamenn um mál fyrirtækisins með talsvert af bæklingum sem hann skrifaði og birti undir sínu eigin nafni, hann hafði einnig skrifað og birt “New Discourse on Trade” fyrr í ferli sínum. Child vakti mikla athygli og var þekktur í London fyrir upphaf hlutabréfaviðskipta. Child hafði þau sjónarmið að milliríkjaviðskipti myndu ekki skila sér neinu þar sem markmiðið er að skila sem mest til þjóð sinnar og var því Austu-Indíafélagið mikilvægt fyrir England því að einokunarfyrirtæki voru ómissandi fyrir viðskiptaafl Englands [2].

Hagfræðin           

breyta

Child er merkantilískur hagfræðingur sem var stórkaupmaður og stjórnandi í einokunarfyrirtæki.

Framlag Josiah Child til merkantílísmans voru rit hans um vaxtastig og viðskipti á milli landa. Josiah Child gaf út ritin  “Brief Observations Concerning Trade and Interest of Money” árið 1668 og “A New Discourse of Trade” árið 1668 og 1693. Ritin hans fjalla aðallega um ástæður velgengi hollendinga og hvernig lágir vextir væri helstu orsök velgengi hollendinga [4].

Hann vildi meina að Englendingar ættu að beita lagalegum tólum og festa í lög að hafa lága vexti. Josiah bar fyrir sér að lágir vextir myndu ýta undir aukinn viðskipti á milli landa [5]

Stjórnarmennska í Austur-Indíafélaginu

breyta

Í stefnumótun Austur-Indíafélagsins var Child einnig mjög áhrifamikill. Austur Indía félagið var eitt stærsta og áhrifamesta einokunarfyrirtæki á sínum tíma. Child trúði á að gróði og vald verði að fara saman. Þegar hann komst til valda í félaginu setti Child fram róttæka áætlun til að framkvæma sýn sína [2].

Child beitti sér fyrir því að félagið myndi þjóna hagsmunum Bretlands á heimsvísu, meðal annars með því að nýta sér einokunarstöðu þess til að tryggja gróða og völd í viðskiptum við Indland og aðrar nýlendur. Starf Child fyrir Austur-Indíafélagið er dæmi um hvernig merkantílísk stefna var notuð til að styrkja efnahagslega og pólitíska stöðu Bretlands á heimsvísu, og hann er oft talinn til merkustu stjórnenda þess tíma sem tóku þátt í þessum efnahagslegu verkefnum [2].

Heimildir

breyta
  • Mehari, T.Y (2002). „A short history of economic thought“ (PDF).
  • Sandelin, Bo; Trautwein, Hans-Michael (7. júlí 2023), „Pre-classical economic thought“, A Short History of Economic Thought, Routledge, bls. 3–14, ISBN 978-1-003-40276-3, sótt 6. september 2024
  • „Josiah Child“, Wikipedia (enska), 29. ágúst 2024, sótt 6. september 2024
  • „Regulating the Company“, The Corporation That Changed the World, Pluto Press, bls.49–52, 20. nóvember 2015, sótt 6. september 2024
  • „Sir Josiah Child“. www.hetwebsite.net. Sótt 6. september 2024.

Tilvísanir

breyta
  1. „Josiah Child“, Wikipedia (enska), 29. ágúst 2024, sótt 6. september 2024
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 „Regulating the Company“, The Corporation That Changed the World, Pluto Press, bls. 49–52, 20. nóvember 2015, sótt 6. september 2024
  3. Sandelin, Bo; Trautwein, Hans-Michael (7. júlí 2023), „Pre-classical economic thought“, A Short History of Economic Thought, Routledge, bls. 9–12, ISBN 978-1-003-40276-3, sótt 6. september 2024
  4. „Sir Josiah Child“. www.hetwebsite.net. Sótt 6. september 2024.
  5. Mehari, T.Y (2002). „A short history of economic thought“ (PDF).